Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Ef þú heyrir munt þú lifa – þriðja Tómasarmessan á þessu hausti

Breiðholtskirkja

Þriðja Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudagskvöldið 21. nóvember, kl. 20. Umfjöllunarefni þessarar messu verður: Ef þú heyrir munt þú lifa. Gestir í þessari messu verða þau tónlistarhjónin Íris Lind Verudóttir og Emil Hreiðar Björnsson og sömuleiðis söngkonan Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir.

Um Tómasarmessuna

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og hópur presta og djákna.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir