Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Þjóðkirkjan – hvert stefnir

Framtíðarhópur og Milliþinganefnd Kirkjuþings blésu til örþings í Neskirkju með yfirskriftinni Þjóðkirkjan  – hvert stefnir í lok mars. Í máli frummælenda kom meðal annars fram að kirkjan hefði ekki stefnt upp á við um hríð, heldur hallað undan fæti. Í nýlegum hremmingum samfélagsins hefði kirkjan brugðist, ekki hlustað á þjóð í vanda.

Mynd: Árni Svanur Daníelsson

Einnig kom fram að jafnvel væri uppbygging hennar trúarstarfinu til trafala vegna þeirrar staðreyndar að sá sem gegnir starfi biskups, hvert sinn, sé jafnframt yfirmaður hins veraldlega valds. Kirkjan væri stofnun sem margir tilheyrðu en enginn skildi. Andlit hennar tvö, hið trúarlega með boðun og sálgæslu og hið veraldlega með stjórnun eigna og stofnunar. Þarf þá að aðskilja rekstur „apparatsins“ frá boðunarhlutanum og er það hægt?

Rætt var um að margir rugli saman trú og trúarbrögðum, boðunin hafi því ekki fylgt þróuninni og þar sem fólk skilji ekki messuformið höfði það ekki til almennings.

Þörf væri á færa sig frá prédikun yfir í hlustun, keyra starfið á kærleikanum, láta sig varða. Einnig væri nauðsynlegt að kirkjan, sem stofnun, hefði þor til að takast á við erfið mál, viðurkenna mistök sín eða starfsmanna sinna sem sumir hverjir yrðu að stíga niður af stallinum. Ekki mætti óttast ágjafir heldur velja ljósið og hlúa að voninni.

Upptökur af erindum og umræðum

Deila fréttinni


Nýjar fréttir