Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Ályktun frá fundi Félags prestvígðra kvenna

Mánudaginn 12. janúar síðastliðinn hélt Félag prestvígðra kvenna félagsfund í Langholtskirkju þar sem komandi biskupskosningar voru til umræðu. Um 20 prestvígðar konur frá öllu landinu komu til fundar en félagskonur á Norðurlandi héldu einnig félagsfund um sama mál í byrjun janúar.

Á fundnum í Langholtskirkju var eftirfarandi ályktun samþykkt og send kirkjuráði:

Fundur Félags prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju 16. janúar 2012, skorar á kirkjuráð að það beiti sér fyrir því að jafnræðis verði gætt milli frambjóðenda í biskupskjöri 2012. Félagið mælist til þess að kirkjuþingsfulltrúum í hverju kjördæmi verði falið að boða til kynningarfunda vegna biskupskosninga 2012 og að kirkjuráð geri ráð fyrir fjármagni til þessa. Kynningarfundirnir verði sameiginlegir fyrir alla frambjóðendur. Tekið verði tillit til samgangna og því jafnvel fleiri en einn fundur haldinn í stórum kjördæmum og/ eða sendir út með fjarfundarbúnaði. Sett verði fram tilmæli um hversu miklu fé skal verja að hámarki og lagðar línur hvernig skuli haga annarri kynningu biskupsefna í megindráttum.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir