Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Auglýsing um framlagningu kjörskrár vegna kosningar biskups Íslands

Kjörstjórn við biskupskosningu hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 1108/2011, samið kjörskrá vegna kjörs biskups Íslands. Á kjörskrá eru 492.

Kjörskráin, sem miðast við 1. febrúar 2012, liggur frammi til sýnis á Biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík, og hjá próföstum til fimmtudagsins 9. febrúar 2012. Hún er enn fremur birt hér á vef þjóðkirkjunnar. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist kjörstjórn á Biskupsstofu fyrir kl. 16.00, fimmtudaginn 9. febrúar nk., eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag.

Kjörstjórn úrskurðar kærur og gengur endanlega frá kjörskrá innan viku frá lokum kærufrests. Niðurstöður kjörstjórnar munu liggja frammi á Biskupsstofu og geta kærendur kynnt sér þær þar.

Framboðsfrestur

Sá sem hyggst gefa kost á sér sem biskup Íslands skal tilkynna það kjörstjórn. Tilkynningu þess efnis skal afhenda kjörstjórn eigi síðar en fjórum vikum eftir að kjörskrá er lögð fram. Tilkynning skal hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16.00 á síðasta degi skilafrests, þ.e. 29. febrúar 2012 eða hafa verið póstlögð í síðasta lagi þann dag.

Reykjavík, 1. febrúar 2012
Kjörstjórn

Kjörskrá 2012 – Biskup Íslands

Deila fréttinni


Nýjar fréttir