Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Hrósar innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins

Heather Roy ásamt nokkrum þeirra sem hún ræddi við á fundi í Grensáskirkju.

Heather Roy (fjórða frá vinstri) ásamt nokkrum þeirra sem hún ræddi við á fundi í Grensáskirkju.

Heather Roy, framkvæmdastjóri Eurodiaconia, heimsótti kirkjuna í vikunni og kynnti sér starf á sviði kærleiksþjónstu. Eurodiaconia er samfélag 36 samtaka og stofnana í 22 löndum Evrópu sem sinna kærleiksþjónustu. Orðið kærleiksþjónusta er þýðing á gríska orðinu diakonia.

Heather kynnti störf Eurodiaconia á fundi í Grensáskirkju og sagði meðal annars að markmið samtakanna sé að tengja félög og stofnanir sem vinna að kærleiksþjónustu á kristnum grunni og efla þau í starfi, meðal annars með því að kanna og kynna þörf á aðstoð, miðla hugmyndum og vera málsvarar þurfandi gagnvart stjórnvöldum.

Eurodiaconia vinnur markvisst innan Evrópusambandið að því að benda á þörf til breytinga á reglum og að minna á gildi þess að sinna þeim sem minna mega sín. Vegna þess hve víðtæk þessi samtök eru hafa þau yfirgripsmikla þekkingu á stöðu mála í Evrópu og geta því beitt sér af meiri trúverðugleika. Um 75% fjármögnunar samtakanna kemur frá Evrópusambandinu sem lítur á trúartengd samtök og stofnanir sem vinna að líknar og hjálparstarfi sem mikilvæga samstarfsaðila.

Flest aðildarfélögin eiga rætur í lúterskum eða mótmælenda kirkjum en þar eru einnig félög frá rétttrúnaðarkirkjum. Samstarf við Caritas, hjálparsamtök kaþólsku kirkjunnar, er gott.

Heather segir að eitt af mörgu sem ynnist með virkri þátttöku í Eurodiaconia væri miðlun hugmynda. Hún var afar hrifin af innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar  og notkun greiðslukorta í stað matarpoka og vildi miðla þessu til annarra félaga sem fyrirmynd að því að hjálpa fólki til að þiggja stuðning en hafa þó ákveðna stjórn á því á hvern hátt það nýtir stuðninginn. Innanlandsaðstoð HK fékk verðlaun Eurodiaconia samtakanna 2011.

Þjóðkirkjan hefur átt aðild að Eurodiaconia frá árinu 2006 og hafa fulltrúar hennar tekið virkan þátt í starfi samtakanna. Það varð hvatning til samstarfs við önnur samtök til að setja á laggirnar verkefni á Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun (2010), ári sjálfboðaliðans (2011) og nú í ár þegar sjónum er beint að því að vera virkur á eldri árum og að brúa kynslóðabilið.

www.eurodiaconia.org

Deila fréttinni


Nýjar fréttir