Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Kynntu væntanlega mosku

Starfandi framkvæmdastjóri Al Risalah stofunarinnar í Svíþjóð, Hussein Aldaoudi, heimsótti biskup Íslands fimmtudaginn 30. ágúst síðastliðinn, ásamt Ahmad Seddeeq imam og Karim Askari, frá Menningarsetri múslima á Íslandi, sem er annað tveggja skráðra trúfélaga múslima hér á landi.

Hussein greindi biskupi frá því að stofnunin hefði fest kaup á Ýmis húsinu í Hlíðahverfi til að nota sem mosku og vonir stæðu til að húsið gæti verið moska allra múslima á höfuðborgarsvæðinu.

 Skandinavíska stofnunin Alrisalah hefur aðalaðsetur í Svíþjóð. Hún var stofnuð árið 2003 og hefur á stefnuskrá sinni að menntun og menningarsamskipti, stuðning við islamska minnihlutahópa og aðstoð við aðlögun að skandinavísku samfélagi.

Hussein Aldaoudi óskaði eftir samstarfi við þjóðkirkjuna í málum sem stuðla að aðlögun múslima hér á landi og samfélagsuppbyggingu.

Biskupinn óskaði þeim til hamingju með væntanlega mosku og tók undir óskir um samstarf á þeim sviðum  sem stuðla að uppbyggingu góðs samfélags á Íslandi og eru byggð á sameiginlegum gildum.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir