Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Séra Helga Soffía Konráðsdóttir skipuð sóknarprestur í Háteigsprestakalli

Helga Soffía Konráðsdóttir

Helga Soffía Konráðsdóttir

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur, í embætti sóknarprests í Háteigsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur rann út 15. ágúst sl. og voru tveir umsækjendur um embættið. Tíu manna valnefnd prestakallsins mælti með því að Helga Soffía væri skipuð í embættið.

Helga Soffía Konráðsdóttir er fædd í Reykjavík 1960. Hún lauk Cand Theol prófi frá Guðfræðideild HÍ 1985 og stundaði framhaldsnám í trúarbragðasögu við Uppsalaháskóla 1986-1990 og við The Swedish Theological Seminary í Jerúsalem haustið 1989. Helga Soffía var vígð til prestsþjónustu 16. júní 1985.

Hún hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum og var meðal annars kjörin formaður Prestafélags Íslands árið 1998, fyrst kvenna. Hún hefur þjónað sem aðstoðarprestur í Fella- og Hólaprestakalli, prestur Íslendinga í Svíþjóð, afleysingaprestur í Keflavíkurprestakalli og sóknarprestur í Söðulsholtsprestakall. Haustið 1993 var hún skipuð prestur í Háteigssókn í Reykjavík og hefur starfað þar síðan.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir