Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Sigríður Rún Tryggvadóttir skipuð prestur í Egilsstaðaprestakalli

Sigríður Rún Tryggvadóttir

Sigríður Rún Tryggvadóttir

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Sigríði Rún Tryggvadóttur, guðfræðing, í embætti prests í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi frá 1. september nk. Umsóknarfrestur rann út 26. júní sl. og voru sjö umsækjendur um embættið. Tíu manna valnefnd prestakallsins mælti með því að Sigríður Rún væri skipuð í embættið.

Sigríður Rún Tryggvadóttir, fædd í Reykjavík 1975. Lauk Cand Theol prófi frá Guðfræðideild HÍ 2003 og hlaut embættisgengi sama ár. Undanfarin ár hefur hún sinnt margvíslegum störfum á sviði barna- og æskulýðsmála. Hún var æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju 2004-2009, verkefnastjóri Lífsleikni Þjóðkirkjunnar 2009-2011 og æskulýðsfulltrúi í Árbæjarkirkju 2009-2011. Þá var hún skólastjóri Farskóla leiðtogaefna á höfuðborgarsvæðinu 2011-2013. Frá árinu 2011 hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar.

Nánar

Mynd af Sigríði Rún

Deila fréttinni


Nýjar fréttir