Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Páll Ágúst Ólafsson verður næsti sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli

Staðastaðarkirkja

Staðastaðarkirkja

Páll Ágúst Ólafsson, guðfræðingur, var í dag kosinn sóknarprestur í Staðastaðarprestkalli. Hann fékk 62 atkvæði af 203 sem voru greidd í kjörinu. Kosið var í félagsheimilinu Breiðbliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. Kjörfundur hófst kl. 10 og lauk kl. 18. Kjörstjórn taldi atkvæði að loknum kjörfundi.

286 voru á kjörskrá og alls voru greidd 203 atkvæði. Þau féllu þannig að Páll Ágúst Ólafsson fékk 62 atkvæði, Davíð Þór Jónsson fékk 57 atkvæði, Arnaldur Máni Finnsson fékk 22 atkvæði, Bára Friðriksdóttir fékk 18 atkvæði, Ólöf Margrét Snorradóttir fékk 13 atkvæði, Ursula Árnadóttir fékk 12 atkvæði, Jóhanna Magnúsdóttir fékk 12 atkvæði, Elín Salóme Guðmundsdóttir fékk 4 atkvæði. 3 atkvæði voru ógild.

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára, frá 1. desember 2013.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir