Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Embætti sóknarprests í Seljakirkju auglýst

Seljakirkja

Seljakirkja.

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra frá 1. ágúst 2014.

 • Biskup Íslands skipar í embætti sóknarpresta til fimm ára.
 • Í Seljaprestakalli er ein sókn, Seljasókn, með rúmlega átta þúsund íbúa og eina kirkju, Seljakirkju.
 • Seljaprestakall er á samstarfssvæði með Breiðholtsprestakalli, Fellaprestakalli og Hólabrekkuprestakalli.
 • Um þjónustuskyldur í sókninni fer eftir samþykktum kirkjuþings um innri málefni kirkjunnar.
 • Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli, samskiptahæfileikum svo og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Staðfest afrit af prófskírteini skal fylgja umsókn svo og vottorð um að umsækjandi hafi lokið starfsþjálfun.
 • Óskað er eftir því að umsækjendur fylli út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjenda og skal sú heimild fylgja umsókn. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar.
 • Valnefnd velur sóknarprest samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011 og er stuðst við óháðan ráðgjafa í öllu umsóknarferlinu.
 • Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 15. gr. starfsreglna nr. 1109/2011.
 • Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Einkum er vísað til starfsreglna um presta nr. 1110/2011.
 • Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
 • Upplýsingar um embættið og helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskupsstofu svo og hjá sóknarpresti Seljaprestakalls.
 • Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl 2014.
 • Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir