Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Fagnaðarsamkoma Kristniboðssambandsins

Jóhannes Ólafsson var sæmdur stórriddarakrossi Noregskonungs

Jóhannes Ólafsson var sæmdur stórriddarakrossi Noregskonungs.

Kristniboðssambandið heldur sérstaka fagnaðarsamkoma miðvikudaginn, 28. maí, kl. 20 í Grensáskirkju. Tilefnið er að samgleðjast Jóhannesi Ólafssyni kristniboðslækni, sem var sæmdur stórriddarakrossi Noregskonungs í mars. Á samkomunni verður starf kristniboðsins á sviði heilbrigðisþjónustu í Suður-Eþíópíu á liðnum 60 árum kynnt.

Gunnar Hamnøy kynnir heiðursviðurkenninguna og flytur hugvekju. Birna Gerður Jónsdóttir fjallar um heilbrigðisþjónustu í Suður-Eþíópíu fyrr og nú. Jóhannes Ólafsson flytur kristniboðsvinum kveðju og frú Vigdís Finnbogadóttir færir Jóhannesi hamingjuóskir. Þá flytur herra Karl Sigurbjörnsson ávarp um kærleiksþjónustu kirkjunnar og kristniboðsins í Eþíópíu og Margrét Hróbjartsdóttir flytur kveðju frá Kristilegu félagi heilbrigðisstétta. Bænagjörð verður í höndum Beyene Gallassie og annarra Eþíópa sem hér eru búsettir.

Tónlist og söngur verður í höndum Bjarna Gunnarssonar, Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og Svövu Bernharðsdóttur.

Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir