Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar er laust til umsóknar

Nýr sálmur sunginn

Nýr sálmur sunginn.

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar í 100% starfshlutfalli frá og með 1. ágúst 2014.

Starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar tekur mið af gildandi starfsreglum um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar hverju sinni nú nr. 768/2002 og starfsreglum um organista nú nr. 823/1999. Verkefnisstjórinn heyrir undir biskup Íslands og vinnur í nánu samstarfi við væntanlegt kirkjutónlistarráð þjóðkirkjunnar.

Helstu verkefni eru:

  • Umsjón með kirkjutónlistarmálum þjóðkirkjunnar og ráðgjöf við biskup Íslands
  • Þjónusta og stuðningur við starf organista, kórstjóra og annað starfsfólk kirkjunnar
  • Skipulagning og framkvæmd sí- og endurmenntunar, m.a. í samstarfi við Tónskóla þjóðkirkjunnar
  • Ábyrgð á og þróun Söngvasjóðs, tónlistarvefs kirkjunnar
  • Gerð og útgáfa fræðsluefnis
  • Nýsköpun á sviði kirkjutónlistarmála
  • Erlend samskipti

Starfið mun útheimta talsverð ferðalög innanlands svo og sveigjanlegan vinnutíma.

Um starf í mótun er að ræða og reiknað er með að verkefnisstjóri komi markvisst að frekari þróun þess og uppbyggingu.

Launakjör eru í samæmi við gildandi kjarasamning fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir skipulags- og samstarfshæfni, er sveigjanlegur og á auðvelt með að vinna sjálfstætt. Við mat á umsóknum verður m.a. horft til:

Menntunar á sviði kirkjutónlistar, að lágmarki kantorspróf frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilegt
Víðtækrar reynslu af kirkjutónlistarstarfi
Góðrar almennrar tölvukunnáttu, – þekking á tónlistarforritum og vefumsjón er kostur
Færni í ensku og einu norðurlandamáli æskileg

Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.

Óskað er eftir því að umsækjendur fylli út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjanda og skal sú heimild fylgja umsókn. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar.

Þá er óskað eftir því að nöfn og símanúmer a.m.k. tveggja meðmælenda fylgi umsókninni.

Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k. Umsóknum skal skila rafrænt á netfang skjalavarðar Biskupsstofu: ragnhildur.bragadottir@kirkjan.is, eða með bréfi stílað á Biskup Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.

Frekari upplýsingar um starfið veitir skrifstofu- og mannauðsstjóri Biskupsstofu í síma: 528 4000, netfang: sveinbjorg.palsdottir@kirkjan.is.

Vísað er til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir