Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Gengið til kirkju í Breiðholti

Gengið verður til Breiðholtskirkju.

Nú í byrjun sumars verður enn á ný boðið upp á gönguferðir um Breiðholtið á vegum þjóðkirkjusafnaðanna í hverfinu og eiga þær það allar sameiginlegt, að byrja og enda við kirkju. Þetta er fimmta árið í röð, sem boðið er upp á slíkar göngur og að þessu sinni verður sá háttur hafður á, að gengið verður frá einni kirkju til þeirrar næstu og þar verður síðan messað.

Fyrsta gangan verður n.k. sunnudag, 15. júní. Verður þá safnast saman við Fella- og Hólakirkju kl. 19:00 og gengið að Breiðholtskirkju þar sem messað verður kl. 20:00. Boðið verður upp á kirkjukaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni og að því loknu verður boðið upp á akstur að upphafsstað göngunnar.

Sunnudaginn 22. júní verður svo gengið frá Breiðholtskirkju kl. 19:00 til messu í Seljakirkju kl. 20:00.

Sunnudaginn 29. júní verður hringnum síðan lokað með því að ganga frá Seljakirkju kl. 19:00 að Fella- og Hólakirkju þar sem messað verður kl. 20:00.

Þessar göngumessur eru liður í auknu samstarfi safnaðanna í Breiðholti, sem sameinast um helgihaldið þessa daga. Hafa þær vakið mikla ánægju á undanförnum árum og vonum við að sú verði einnig raunin í ár. Breiðholtið býður upp á margar fallegar gönguleiðir og áhugaverða staði þar sem staldrað verður við og þess notið sem fyrir augu ber. Hér gefst því tilvalið tækifæri til að sameina góða hreyfingu, andlega næringu og góðan félagsskap. Allir eru hjartanlega velkomnir og ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku, og að sjálfsögðu eru allir velkomnir til kirkju jafnvel þótt þeir geti ekki tekið þátt í göngunum.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir