Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Hjartahlý og gjafmild

Hjartahlýir og frábærir krakkar í Klettaskóla

Hjartahlýir og frábærir krakkar í Klettaskóla.

Krakkarnir í tíunda bekk í Klettaskóla í Öskjuhlíð söfnuðu sér fyrir útskriftarferð til Vestmannaeyja nú á dögunum. Þau voru svo dugleg að safna að þau áttu líka fyrir því að fara út að borða í Perlunni á morgun. En enn var afgangur af söfnunarfénu.

Þá datt þeim í hug að láta gott af sér leiða. Þau völdu að láta afganginn, fimmtíu og fimm þúsund krónur, fara í að reisa vatnstank í Afríku þar sem aðgangur að vatni er ekki mikill á þurrkatímanum. Vatnstankur gerir börnum í Rakai í Úganda kleift að sækja vatn við húsið sitt í stað þess að fara eftir því um langan veg og burðast svo með það heim.

Takk krakkar, þið eruð frábær!

Deila fréttinni


Nýjar fréttir