Sóknarnefnd Glerárkirkju á Akureyri hefur ráðið Sunnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttur sem djákna í sókninni. Staðan var auglýst laus til umsóknar í maí. Verksvið djákna í Glerárkirkju snýr einkum að æskulýðs- og ungmennastarfi í nánu samstarfi við sóknarprest og sóknarnefnd.