Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Já! Landsmót ÆSKÞ verður sett á morgun

Karnival á Landsmóti ÆSKÞ 2012

Unglingar á Landsmóti ÆSKÞ

Sex hundruð tuttugu og fimm unglingar, sjálfboðaliðar og leiðtogar taka þátt í Landsmóti æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar sem verður haldið á Hvammstanga um helgina. Yfirskrift mótsins er Já! og vísar til þess að vilja elska og virða náungann og sig sjálfan og hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Í samtali við kirkjan.is sagði Eva Björk Valdimarsdóttir að unglingar og leiðtogar af landinu öllu tækju þátt. Þau hafa undirbúið dagskrá og þátttöku sína undanfarnar vikur.

Fjalla um kynhegðun og kynheilbrigði

Í fræðslustundum á landsmótinu verður að fjalla um kynhegðun og kynheilbrigði. Tæpt verður á álitamálum í kynlífi á borð við klámmenningu, kynferðisofbeldi og notkun getnaðarvarna og í kjölfarið verður boðið upp á umræðu.

„Okkur fannst tími til kominn að æskulýðsstarfið í kirkjunni léti sig varða um kynheilbrigði og kynhegðun. Þetta er efni sem unglingarnir velta mikið fyrir sér og æskulýðsstarfið vill mæta krökkunum þar sem þau eru stödd,“ sagði Eva Björk. „Við höfum fengið fagfólk til að hafa umsjón með fræðslunni. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson ætlar að ræða um viðhorfið til samkipta kynjanna í Biblíunni, Sigga Dögg kynfræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir í Barnahúsi ætla að ræða um klámmenningu, kynbundið ofbeldi, kynhegðun og kynheilbrigði,“ bætti hún við.

Styrkja alnæmisverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Landsmót ÆSKÞ hafa stefnt að því undanfarin ár að fræðsla mótsins haldist í hendur við það verkefni sem safnað er fyrir á mótinu. Í ár verður valið verkefni sem fellur undir alnæmisverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, en Hjálparstarfið á aðild að fjölda verkefna sem stuðla að forvörnum, aðhlynningu og stuðningi við alnæmissjúka og börn sem misst hafa foreldra af völdum sjúkdómsins.

Agnes biskup setur landsmótið

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun setja mótið á föstudaginn kl 19:00. Um kvöldið verður sundlaugarpartý, lofgjörðarstund, spil og video. Á laugardaginn er fræðslan, hópastarf, karnival þar sem íbúar Hvammstanga og nágrennis eru boðnir velkomnir. Svo tekur við hæfilekakeppni og svo kvöldvaka og búningaball eftir mat. Guðsþjónustan á sunnudaginn verður í Íþróttahúsinu á Hvammstanga og eru allir velkomnir þangað.

Nánar

Vefur ÆSKÞ

Deila fréttinni


Nýjar fréttir