Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Hallgrímssókn styrkir Hjálparstarf kirkjunnar

Við messu í Hallgrímskirkju s.l. sunnudag, 24. janúar, afhenti varaformaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar framlag vegna ársins 2015, 3,3 milljónir króna. Hallgrímssókn var frumkvöðull að því að hafa samskot í messum þar sem fólk getur lagt fram fjármuni til góðra málefna og einnig safnast fjármunir með ljósberanum í kirkjunni þar sem m.a. margir ferðamenn gefa gjafir. Aðalheiður sagði að Hallgrímssókn vildi styðja við starf Hjálparstarfsins sem leggði áherslu á að hjálpa þeim sem verst eru settir. Þetta væri framlag kirkjugesta sem væri miðlað áfram.  Bjarni Gíslason leggur áherslu á að allt starf Hjálparstarfsins miðar að hjálp til sjálfshjálpar, valdeflingu einstaklinga sem móti eigin framtíð. Rausnarlegur stuðningur sem þessi efli sannarlega þetta starf.

Við sama tækifæri afhenti Aðalheiður, Kristínu Bjarnadóttur frá Kristniboðssambandinu 800.000 krónur.

Mynd: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, Aðalheiður Valgeirsdóttir varaformaður sóknarnefndar, Kristín Bjarnadóttir hjá Kristniboðssambandinu, Bjarni Gíslason framkvstj. Hjálparstarfs kirkjunnar og sr. Sigurður Árni Þórðarson.

Nánari upplýsingar: Bjarni Gíslason, bjarni@help.is, 896 3898.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir