Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Ástjarnarkirkja auglýsir eftir leiðtoga í æskulýðsstarf

Sóknarnefnd Ástjarnarsóknar óskar eftir að ráða æskulýðsfulltrúa til starfa. Starfið hentar öflugum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttu barna- og unglingastarfi. Nýr starfsmaður mun taka þátt í stefnumótun og innleiðingu nýrra áherslna í barna- og unglingastarfi safnaðarins. Starfshlutfall er 50%.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennara-, djákna-, guðfræði- eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af svipuðu starfi skilyrði.
  • Æskilegt er að umsækjandi spili á hljóðfæri og sé tilbúin(n) að nýta sér það í starfi.
  • Umsækjandi þarf að geta sýnt  frumkvæði  og  unnið sjálfstætt.
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af og færni í hóp- og/eða teymisvinnu.

Helstu verkefni:

  • Skipulag og umsjón starfs fyrir 6-12 ára börn
  • Aðstoð við fermingarfræðslu
  • Afleysingar og aðstoð í sunnudagaskóla
  • Umsjón með foreldramorgnum

Umsóknarfrestur er til  12. júní 2016

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á kjartan.jonsson@kirkjan.is

Nánari upplýsingar veita Kjartan Jónsson sóknarprestur, í síma 863 2220 eða netfang kjartan.jonsson@kirkjan.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Ástjarnarkirkja hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.

Hjá Ástjarnarkirkja er lögð áherslu á lifandi, kærleiksríkt, skemmtilegt og frumlegt kirkjustarf með áherslu á þjónustu við sóknarbörn og gott samstarf við helstu stofnanir í sókninni.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir