Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Skiptir bókmenntagrein máli? Lestur og túlkun á erfiljóðum, harmljóðum og huggunarkvæðum frá 17. öld

Mánudaginn 6. mars n.k. heldur dr. Þórunn Sigurðardóttir fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Skiptir bókmenntagrein máli? Lestur og túlkun á erfiljóðum, harmljóðum og huggunarkvæðum frá 17. öld.

Í íslenskri bókmenntasögu hefur verið fjallað um kvæði sem skáld á árnýöld ortu eftir látna samtímamenn sína sem mjög einsleita kvæðagrein, sem kölluð hefur verið erfiljóð. Í fyrirlestrinum mun Þórunn færa rök fyrir því að mikilvægt sé fyrir lestur, skilning og túlkun á slíkum kvæðum að miða við fleiri en eina kvæðagrein. Leggur hún til að hafa þær þrjár, erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði. Skilgreining hennar og túlkun á kvæðagreinunum byggist á retórískri aðferð við kvæðagerðina og félagslegu og sálrænu hlutverki kvæðanna.

Dr. Þórunn Sigurðardóttir er rannsóknarlektor á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún hefur um árabil stundað rannsóknir á 17. aldar handritum og bókmenntatextum og unnið að útgáfu síðari alda texta.

Málstofan er öllum opin.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir