Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Tengsl trúfélaga á 21. öld frá sjónarhóli lútherskrar kirkju

Mánudaginn 13. febrúar n.k. heldur dr. María Ágústsdóttir fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Tengsl trúfélaga á 21. öld frá sjónarhóli lútherskrar kirkju.

Spurt hefur verið hvernig skipulögðum trúarbrögðum muni reiða af á næstu áratugum þar sem margt í samtíma okkar hér í okkar heimshluta virðist andsnúið stofnunum og hefðum, þó ýmis konar andleg iðkun (e. Spirituality) virðist lifa góðu lífi. Fyrir kristna kirkju er brýnt að skoða á hvern hátt trúnni verður miðlað inn í þennan samtíma á trúverðugan hátt. Í fyrirlestrinum er gerð grein fyrir viðtalsrannsókn sem gerð var meðal fólks í leiðtogahlutverki í kristnum trúfélögum og hreyfingum á árunum 2011-2012. Niðurstöður rannsóknarinnar benda meðal annars til þess að efling samskipta og aukin tengsl kristinna trúfélaga geti verið eitt af því sem styrkir miðlun trúar á 21. öld. Því er haldið fram að á Íslandi gegni lúthersk kirkja, ekki síst þjóðkirkjan, þar lykilhlutverki.

Dr. María Ágústsdóttir hóf guðfræðinám við Guðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla í ágúst 1987 og lauk cand. theol. prófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands haustið 1992 og diplóma í uppeldis- og kennslufræði frá Félagsvísindadeild sömu stofnunar vorið 1994. Hún vígðist til prests við Dómkirkjuna í Reykjavík í janúar 1993 og hefur þjónað á svæði Reykjavíkurprófastsdæmis vestra síðan, lengst sem héraðsprestur. Um þessar mundir er hún prestur við Háteigskirkju í Reykjavík. María hefur starfað að samkirkjumálum í 25 ár, verið í forystu fyrir Alþjóðlegan bænadag kvenna og formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi (frá 2002). Þann 1. nóvember 2016 varði hún doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands í samkirkjulegri guðfræði undir heitinu: „Að taka við hinum. Lifuð reynsla af Oikoumene sem veruleika er lýsir hagnýtum, félagslegum og andlegum tengslum“ (eReceiving the Other. The Lived Experience of Oikoumene as a Practical, Relational, and Spiritual Reality.).

Málstofan er öllum opin

Deila fréttinni


Nýjar fréttir