Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

ÆSKR mót í Vatnaskógi

Dagana 24.-25.mars hélt ÆSKR mót í Vatnaskógi fyrir krakka í  10 til 12 ára kirkjustarfi.
8 kirkjur af höfuðborgarsvæðinu tóku þátt og var húsfyllir með 130 börnum og leiðtogum. Mótið tókst vel í alla staði og var mikið fjör, sungið og farið í leiki og föstudagskvöldinu lokið með kvöldvöku og helgistund. Allir fóru heim glaðir bragði ákveðin í að koma aftur að ári. Mótið er liður í að styðja við hið mikilvæga TTT starfi sem kynnir börnunum fjölbreytileika kirkjunnar og undirbýr þau fyrir áframhaldandi virka þátttöku þegar kemur að fermingarárinu og unglingastarfi.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir