Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Börn og unglingar safna fyrir húsum fyrir munaðarlaus börn

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næstkomandi sunnudag 5. mars. Þá taka börn og unglingar virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar og leggja gott að mörkum og láta til sín taka. Unga fólkið í Kjalarnessprófastsdæmi mun sameinast um að hjálpa munaðarlausum börnum að eignast heimili í steinhúsi. Það veitir skjól fyrir vindi, rigningu og nætursvalanum og er einnig vörn gegn smiti og veikindum. Af bárujárnsþakinu er hægt að safna vatni og munaðarlausir unglingar læra handverk með því að taka þátt í að byggja húsin. Nýtt hús gefur bjartsýni og von og er margföld blessun. Að verkefninu kemur Hjálparstarf kirkjunnar og fer söfnunin fram með fjölbreyttum hætti.

Bessastaðasókn
Að lokinni æskulýðsmessu í Bessastaðakirkju sem hefst kl. 17:00 mun æskulýðsfélagið selja léttan málsverði í safnaðarheimilinu Brekkuskógum.

Keflavíkirkja
Eftir fjölskyldumessu kl. 11:00 veðra seldar bækur og krossar frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Um kvöldið eftir æskulýðsmessa kl. 20:00 munu fermingarbörn og unglingar vera með kaffihús í Kirkjulundi.

Útskálaprestakall
Eftir messu í safnaðarheimilinu í Sandgerðis kl. 14:00 og Útskálakirkju kl. 17:00 verður kaffi og kökusala.

Í Brautarholts-, Víðistaða-, Hafnarfjarðar- og Vídalínskirkju verður sagt frá söfnuninni í fjölskyldumessu og tekið við framlögum til verkefnisins.

Ástjarnarkirkja
Mánudaginn 6. mars, kl. 19:30 verður fjáröflunarbingó og veitingasala. Börn og unglingar munu koma saman fyrr um daginn til að baka kökur, vöfflur, þeyta rjóma, búa til heitt súkkulaði ofl.

Þetta er dýrmætt tækifæri fyrir börn og unglinga til að fræðast um líf og kjör örsnauðra, -  og fyrir okkur að taka þátt með því að leggja framlag að mörkum.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir