Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Sálmakvöld í Snæfellssbæ

Á öskudag, 1. mars sl. var sameiginlegt Sálmakvöld hjá kórum Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshólskirkju. 

Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar söngmálastjóri kom og kynnti nýja sálma ásamt Elenu Makeeva organista og Veronicu Osterhammer kórstjóra. 

Fjöldi nýrra sálma og messusöngva var sunginn þetta kvöld og ríkti mikil sönggleði í hópnum, enda afbragðs söngfólk á staðnum. 

Í hléi var boðið upp á veislukaffi og ákveðið að endurtaka slíkt kvöld næsta haust og bjóða söngglöðu safnaðarfólki að sameinast kórunum í söng.

Á myndinni eru þátttakendur í Sálmakvöldinu.

Ljósmynd: Sóley Jónsdóttir

Deila fréttinni


Nýjar fréttir