Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Bæn þjóðar – upprunaflutningur á Passíusálmum séra Hallgríms í Hafnarfjarðarkirkju

Frá Pálmasunnudegi 9. apríl  til föstudagsins langa 14. apríl n.k. mun félagið Lux aeterna flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar við „gömlu lögin“ í Hafnarfjarðarkirkju.  Flutningur sálmanna er upprunaflutningur þar sem sálmarnir verða sungnir við gömlu íslensku þjóðlögin sem þjóðin kunni.  Íslendingar sungu ætíð Passíusálmana og er upplestur þeirra nokkuð nýleg hefð.  Lux aeterna syngur nú sálmana í Hafnarfjarðarkirkju þriðja árið í röð og hefst söngurinn á Pálmasunnudag kl. 19.00 en aðra daga kl. 17.00.
Laugardaginn 8. apríl frá kl. 11:00 til 14:00 heldur jafnframt Hafnarfjarðarkirkja fræðslufund um Hallgrím og Passíusálmana.  Smári Ólason mun annars vegar fjalla um rannsóknir sínar á því hvernig þjóðin söng Passíusálmana og hins vegar mun hann fjalla um rannsóknir sínar og samanburð á textanum í eiginhandarriti Hallgríms frá 1658 og í nokkrum af fyrstu prentuðu útgáfum Passíusálmanna svo og í öðrum heimildum. Sönghópurinn Fjárlaganefnd kemur í heimsókn og flytur nokkrar af útsetningum Smára við „gömlu lögin.“ Fjárlaganefnd mun svo vera með tónleika með útsetningum Smára við Passíusálmalögin í Hörpu í tónleikaröðinni „Velkominn heim“ ásamt jazztríói Önnu Grétu Sigurðardóttur sunnudaginn 9. apríl kl. 17.00.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir