Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Útvarpsmessur sumarsins 2017 frá söfnuðum Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis.

Dagana 26.-27. maí voru hljóðritaðar 8 guðsþjónustur í Blönduóskirkju, til flutnings á Rás 1 Ríkisútvarpsins á sunnudögum í sumar. 

Þetta er í þriðja sinn sem útvarpsmessur að sumarlagi koma frá söfnuðum af landsbyggðinni og hljóðmenn Ríkisútvarpsins taka þær upp fyrirfram. 

Skiplagning og umsjón þessa verkefnis var í höndum Margrétar Bóasdóttur, söngmálastjóra og upptökumaður Ríkisútvarpsins var Einar Sigurðsson.

Allir prestar, organistar og kórar prófastdæmisins sáu sér fært að taka þátt og eru þátttakendur í verkefninu alls 202, 167 kórsöngvarar, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar, 18 lesarar, 9 organistar og 8 prestar.

Messunum verður útvarpað eftirfarandi sunnudaga:

18. júní - Sauðárkróksprestakall. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir,  Kirkjukór Sauðárkróks. Organisti Rögnvaldur Valbergsson. 

25. júní - Skagastrandarprestakall. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir, Kór Hólaneskirkju. Organisti Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

2.  júlí - Miklabæjarprestakall. Sr. Dalla Þórðardóttir, Kirkjukórar Miklabæjarprestakalls. Organisti Stefán R. Gíslason, kórstjóri Sveinn Árnason.

9. júlí –  Glaumbæjarprestakall. Sr. Gísli Gunnarsson, Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls. Organisti Stefán R. Gíslason.

16. júlí - Hofsóss- og Hólaprestakall. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir, Kór Hofsóskirkju og Hóladómkirkju. Organistar Anna Kristín Jónsdóttir og Jóhann Bjarnason. 

23. júlí - Þingeyraklaustursprestakall. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson, Kór Blönduóskirkju og Þingeyraklausturskirkju. Organisti Eyþór Franzson Wechner.

13. ágúst - Breiðabólstaðarprestakall. Sr. Magnús Magnússon, Kirkjukór Hvammstangakirkju. Organisti Pálína Fanney Skúladóttir.

27. ágúst - Melstaðarprestakall. Sr. Guðni Þór Ólafsson, Kór Melstaðar- og Staðarbakkasókna ásamt félögum úr öðrum sóknum prestakallsins. Organistar Pálína Fanney Skúladóttir og Elínborg Sigurgeirsdóttir.

31. júlí verður útvarpað frá messu á Skálholtshátíð – upptaka frá 23. júlí

6. ágúst verður útvarpað frá messu á Reykholtshátíð – upptaka frá 31. júlí

20. ágúst verður útvarpað frá messu á Hólahátíð – upptaka frá 13. ágúst

Myndin með fréttinni er af heimamönnum úr Þingeyrarklaustursprestakalli. Fleiri myndir frá upptökunum má finna hér: https://www.flickr.com/photos/kirkjan/albums/72157681367139724  

Deila fréttinni


Nýjar fréttir