Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dr. Margot Käßmann leiðir seminar í Skálholti 22.júlí

Í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar 2017 boða stjórn Prestafélags Suðurlands og vígslubiskupinn í Skálholti til seminars í Skálholtsskóla laugardaginn 22. júlí næstkomandi, kl. 10.00 – 12.00, um stöðu, framtíð og áherslur hinnar evangelísk luthersku kirkju í heiminum. Seminarið er hluti af Skálholtshátíð 2017. Seminarinu stýrir dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins. Seminarið fer fram á ensku. Þar sem einungis takmarkaður fjöldi getur tekið þátt eru áhugasamir beðnir að láta vita sem fyrst á netfangið vigslubiskup@skalholt.is.
Dr. Käßmann flytur einnig hátíðarræðuna á hátíðarsamkomu Skálholtshátíðar sunnudaginn 23. júlí kl. 16.15. Nánari upplýsingar um dagskrá Skálholtshátíðar má nálgast hér: http://skalholt.is/skalholtshatid-2017-500-ara-sidbotarafmaeli/

Deila fréttinni


Nýjar fréttir