Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Tilnefning til kjörs vígslubiskups í Skálholti, sbr. 10. gr. starfsreglna nr. 333/2017

Rétt er að minna á að tilnefningin verður rafræn. Hún hefst kl. 12:00 hinn 23. ágúst 2017 og lýkur kl. 12:00 hinn 28. ágúst 2017. Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. starfsreglna nr. 333/2017.

Rétt til tilnefningar hafa eingöngu vígðir einstaklingar sem kosningarréttar njóta skv. 4. gr., sbr. 3. gr. fyrrnefndra starfsreglna, þ.e.:

  •       Þjónandi prestar eða djáknar íslensku þjóðkirkjurnar er tilheyra prófastsdæmum sem eru í umdæmi Skálholts. 
  •       Þjónandi prestar eða djáknar hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis og eru í föstu og launuðu starfi sem slíkir.
  •       Þjónandi prestar eða djáknar sem lúta tilsjónar biskups Íslands og eru í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi og sem starfa í umdæmi Skálholts.
  •       Vígðir kirkjuþingsmenn og vígðir kirkjuráðsmenn.
  •       Vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
  •       Vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.

Kjörskrá vegna kosningar vígslubiskups í Skálholti verður lögð fram 9. ágúst 2017, kl. 12:00 og skulu skilyrði kosningarréttar hafa verið uppfyllt frá 2. ágúst 2017.

Kjörskrá verður ekki birt opinberlega, en sá sem telur sig eiga rétt til að tilnefna til vígslubiskups kannar hvort hann sé á kjörskrá á þar til gerðu vefsetri, sem auglýst verður síðar.

Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 18. ágúst 2017. Unnt er að senda athugasemdir á netfangið kirkjan@kirkjan.is

Allar nánari upplýsingar veitir Hanna Sampsted í síma 528-4000.  

Í Árbók kirkjunnar eru upplýsingar um þjónandi presta og djákna íslensku þjóðkirkjunnar og íslenskra safnaða erlendis. Jafnframt eru þar upplýsingar um presta og djákna í sérþjónustu auk upplýsinga um starfsmenn á biskupsstofu, kirkjuþingsmenn og skipun kirkjuráðs, sjá vefslóð:

http://kirkjan.is/kerfi/skraarsofn/kirkjan-frettir/2016/01/%C3%81rb%C3%B3k-kirkjunnar-2015-2016.pdf

Almennar upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd tilnefningar og kosningar er í starfsreglum nr. 333/2017, sjá vefslóð:

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=a8b0f2cd-30d4-489c-acf2-2888200169d8

Deila fréttinni


Nýjar fréttir