Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Tunglfari með biskupi í Dómkirkjunni

Tunglfarinn Charles Duke og kona hans Dorothy heimsóttu biskup Íslands föstudaginn 30. júní sl.  Þau hjón eru virk í safnaðarstarfi kirkju sinnar og hafa skrifað um reynslu sína af göngunni með Guði.  „Walk on the moon.  Walk with the son“  er yfirskrift tunglfarans í skrifum sínum.  Biskups stýrði bænastund í Dómkirkjunni í Reykjavík með þeim og öðrum viðstöddum.  Lesinn var 8. Davíðssálmur sem er einn helsti sköpunartexti Biblíunnar þar sem skaparinn er lofaður fyrir verk sitt.  Einnig var sunginn sálmurinn nr. 367 í sálmabókinni, Eigi stjörnum ofar.  

Charles Duke er 10. maðurinn sem steig á tunglið í ferð Appollo 16. árið 1971.  Frægt er þegar fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn Juri Gagarín sagði að hann hefði ekki séð Guð í geimnum og þar með væri búið að afsanna tilvist Guðs.  Charles Duke var spurður hvort hann hefði hitt Guð á tunglinu.  Nei, var svarið enda hafði ég á þeim tíma ekki hitt hann á jörðinni, sagði hann. Um trúarreynslu sína hefur Charles Duke vitnað og um mikilvægi kirkjunnar og kirkjustarfsins í mannlegu samfélagi.  

Myndin er tekin í Dómkirkjunni að morgni föstudagsins 30. júní sl.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir