Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Almenn prestskosning í Hofsprestakalli

Borist hefur beiðni u.þ.b. helmings atkvæðisbærra manna í Hofsprestakalli, þ.e. í Hofs-, Skeggjastaða- og Vopnafjarðarsóknum, um að fá að kjósa næsta sóknarprest sinn. Embætti sóknarprests Hofsprestakalls var auglýst laust til umsóknar þann 24. júlí sl. Umsóknarfrestur rennur út þann 23. ágúst nk.  Skipað verður í embættið frá 15. október 2017 til fimm ára.  Sá sem hlýtur löglega kosningu mun sitja prestssetursjörðina Hofi í Vopnafirði. Undirbúningur kosningarinnar er þegar hafinn og mun kjörstjórn þjóðkirkjunnar starfa samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir