Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagskrá haustnámskeiða 2017

Nú fara í hönd hin árvissu haustnámskeið. Eins og sjá má á dagskránni hér fyrir neðan eru þau afar fjölbreytt auk þess sem farið verður víða. Í sumar kom nýtt fermingarfæðsluefni út sem ber yfirskriftina AHA! Efninu hefur verið afar vel tekið meðal presta og annarra fermingarfræðara sem margir hverjir hafa nú þegar setið á námskeiði um notkun þess. Þó eru ýmsir sem hafa óskað eftir endurteknu námskeiði og aðrir sem misstu af þegar námskeiðin voru haldin í vor og sumar og munu því vera haldin slík námskeið víða um land. Efnið er byggt á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og fléttast saman kristin trú, ótal biblíusögur og lífsleikni.

Barnastarfsmenn fá að kynnast barnaefni því sem lagt verður upp með í vetur en efnið ber yfirskriftina Í öllum litum regnbogans. Efninu fylgir nýr sunnudagaskólasöngur með sama heiti og hefur veirð gert tónlistarmyndband með honum. Undanfarna mánuði hefur mikil vinna verið lögð í gerð fleiri Hafdísar og Klemma þátta en þau eru börnunum í barnastarfi kirkjunnar af góðu kunn. Sama má segja um Nebba og Tófu sem einnig eru stuttir þættir sem sýndir eru í barnastarfinu. Megináhersla fræðslunnar liggur þó í biblíusögunum sjálfum og eru þættirnir hluti af aðferð þar sem unnið er nánar með boðskapinn. Efninu fylgir fallegt plakat sem börnin fá til eignar og geta hengt upp heima hjá sér. Á hverjum sunnudegi fá þau svo límmiða sem þau líma á plakatið.

Nú gefst barna- og æskulýðsstarfsfólki tækifæri til að læra skemmtilegustu lögin í barnasálmabókinni og verður efnt til sérstaks námskeið í henni og fólk hvatt til þess að taka gítarinn með sér þótt það sé engin skylda.

Boðið verður upp á námskeið í náttúrulegri safnaðaruppbyggingu og er það tilvalið fyrir presta og sóknarnefndafólk og alla aðra sem láta sig varða safnaðarstarf.

Æskulýðsstarfsfólkinu í Reykjavíkurprófastsdæmunum og Kjalarnessprófastsdæmi er boðið á skyndihjálparnámskeið en slíkum starfsmönnum ber skylda til að fara á slíkt námskeið á tveggja ára fresti.

Leiðtogum í æskulýðsstarfinu er auk þess bent á að fara á guðfræðimálþingið sem verður um mánaðarmótin ágúst, september en þar verður m.a. æskulýðsstarfi gerð nokkur skil.

Djáknum, prestum og öðrum sem starfa að sálgæslu og kærleiksþjónustu stendur til boða að fara á námskeið í aðferðarfræði eftirfylgdar við fólk í erfiðum aðstæðum og á námskeið í forvörnum gegn sjálfsvígum.

Skráning á námskeiðin er hafin og eru nánari upplýsingar um það í listanum hér fyrir neðan.
Það eru námskeiðin:
Náttúruleg safnaðaruppbygging,
Aðferðarfræði eftirfygldar við fólk í erfiðum aðstæðum.
Forvarnir gegn sjálfsvígum
Skyndihjálparnámskeið
Viltu kunna öll bestu lögin í barnasálmabókinni.

Ef áhugi er fyrir hendi að fá þau námskeið út á land má kanna það með því að hafa samband við fræðara þessara námskeiða.
Athugið að öll námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Málþingið sem er á vegum áhugafélags um guðfræðiráðstefnur hefur þó ráðstefnugjald. (sjá facebooksíðu hópsins)

Námskeiðin verða eftir því sem hér segir:

LINDAKIRKJA: (skráning: elin@biskup.is)
Mánudagur 28.ágúst:
Kl.17.00: Æskulýðsstarfið: Skyndihjálparnámskeið (fyrir starfsfólk í Reykjavíkurprófastsdæmum og Kjalarnessprófastsdæmi)
Þriðjudagur 29.ágúst:
kl.10.00 Náttúruleg safnaðaruppbygging
kl.13.15 Aðferðarfræði eftirfylgdar við fólk í erfiðum aðstæðum. Ragnheiður Sverrisdóttir.
14.15 Forvarnir gegn sjálfsvígum. Sr. Halldór Reynisson.
kl.17.00-19.00 Námskeið vegna barnastarfsins
Miðvikudagur 30.ágúst:
Kl.09:30-12:00 Námskeið fyrir fermingarfræðara

BÚSTAÐAKIRKJA (skráning: margret.boasdottir@kirkjan.is)
Viltu kunna öll bestu lögin í barnasálmabókinni? (Margrét Bóasdóttir og Jónas Þórir leiða sönginn).
Tveggja kvölda námskeið:Smellið hér fyrir nánari upplýsingar
Miðvikudagur 30.ágúst kl.19.30-22.00
Fimmtudagur 31.ágúst kl. 19.30-22

Fimmtudagur 31.ágúst og föstudagur 1.september:
Við minnum á málþing i Lindakirkju sem er á vegum áhugafélags um guðfræðiráðstefnur. (ath. hér er ráðstefnugjald)

KAUPMANNAHÖFN- JÓNSHÚS (skráning: kirkjan@telia.com)
Laugardagur 2.september kl.13.00-17.00:Jónshús í Kaupmannahöfn
Dagskrá

AKUREYRI – STAÐSETNING AUGLÝST SÍÐAR (skráning: gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is)
Þriðjudagur 5.september
kl.15.00: Námskeið fyrir fermingarfræðara
Kl.17.00: Námskeið vegna barnastarfsins

ÍSAFJARÐARKIRKJA (skráning: isafjardarkirkja@simnet.is)
Miðvikudagur 6.september
KL.17.00 Námskeið fyrir fermingarfræðara
kl.20:00: Námskeið vegna barnastarfsins.

SELFOSSKIRKJA (skráning: axel.arnason@kirkjan.is)
Þriðjudagur 12.september
Kl.14.00 Námskeið fyrir fermingarfræðara
kl.17.00: Námskeið vegna barnastarfsins.

STYKKISHÓLMSKIRKJA (skráning: geh@simnet.is)
Miðvikudagur 13.september (Nánari tímasetning auglýst þegar nær dregur).
Kl.? Námskeið fyrir fermingarfræðara
Kl.? Námskeið vegna barnastarfsins.

SAFNAÐARHEIMILIÐ BORGARNESI (skráning: borgarkirkja@simnet.is)
Fimmtudagur 14.september
kl.17:00 Námskeið fyrir fermingarfræðara
Kl.19:30 Námskeið vegna barnastarfsins.

EIÐAR (skráning:erlabjorkjonsdottir@gmail.com)
Þriðjudagur 19.september
Kl.14.00: Námskeið fyrir fermingarfræðara
Kl.16.00: Námskeið vegna barnastarfsins.

LANGAMÝRI (skráning: dalla.thordardottir@kirkjan.is)
Miðvikudagur 20.september
Kl.15.00: Námskeið fyrir fermingarfræðara
Kl.17.00: Námskeið vegna barnastarfsins.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir