Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Haldið verður upp á Alþjóðlegan forvarnardag sjálfsvíga 10. september með kyrrðarstund í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20. Tilgangur stundarinnar er að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Dagskrá: 
• Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur hugvekju 
• Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög við undirleik Ásgeirs Aðalsteinssonar. 
• Sigurþóra Bergsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni. 
• Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Að kyrrðarstundinni standa Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Hugarafl, Landlæknisembættið, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, Pieta, Rauði kross Íslands og þjóðkirkjan.

Einnig verða minningarstundir á nokkrum stöðum á landinu sem hér segir:

Akureyrarkirkja

Minningarstund kl. 20:00. Þau Guðfinna Hallgrímsdóttir og Sigurður Kristinsson sem bæði eru aðstandendur segja frá reynslu sinni að missa í sjálfsvígi. Sr. Svavar A. Jónsson leiðir bænastund en tónlist flytja þau Eyþór Ingi Jónsson og Elvý G. Hreinsdóttir. Kaffi á eftir.

Egilsstaðakirkja

Minningastund  kl. 20:00.  Ólafur H. Sigurðsson aðstandandi segir frá reynslu sinni.  Drífa Sigurðardóttir leikur tónlist. Hugvekja og bæn. Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Kaffi og spjall í lokin. Stuðningshópur fyrir þá sem misst hafa í sjálfsvígi fer af stað seinna í september.

Húsavíkurkirkja

Forvarnarsamtökin ÞÚ skiptir máli standa fyrir fræðslu-, kyrrðar og tónlistardagskrá kl. 20:00. 

Safnaðarheimilið Sandgerði

Minningarstund verður í safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20:00. 

Ísafjarðarkirkja

Þar verður minningarstund laugardaginn 23. september kl. 17:00 í Ísafjarðarkirkju fyrir þau sem misst hafa í sjálfsvígum.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir