Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagur kærleiksþjónustunnar

Í ár er 10. september sérstaklega helgaður kærleiksþjónustunni, diakoníunni. Allir textar dagins minna okkur á hversu kærleikur er mikilvægur og ábyrgð okkar mikil þar sem kærleiksleysi ríkir. Pistillinn er óðurinn til kærleikans sem byrjar svona: Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Í guðspjalli dagsins segir: Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.

Þessi dagur er jafnframt alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Hér á landi er hann  einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Kyrrðarstund verður í Dómkirkjunni kl. 20 og víða um land.

Útvarpsmessa verður frá Áskirkju. Þar prédikar Ásdís Pétursdóttir Blöndal, djákni og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Jónssyni sóknarpresti. Kammerkór Áskirkju syngur og orgelleikari er Magnús Ragnarsson.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir