Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Uppgjör við siðbót : Fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju í október

Fræðslu- og umræðukvöld verða haldin í Glerárkirkju á miðvikudagskvöldum í október kl. 20:00. Yfirskriftin er UPPGJÖR VIÐ SIÐBÓT, 500 ár frá siðbót 1517-2017.

Miðvikudaginn 4. október kl. 20:00 Reynslan sem mótaði Martein Lúther sem guðfræðing. Hvað í lífi Lúthers varð til þess að hann gerði uppreisn gegn áherslum guðfræðinnar í upphafi 16. aldar? Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í trúfræði við guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Miðvikudaginn 11. október kl. 20:00 Siðbótarkonur í fortíð og nútíð. Söfnuðurinn í breyttum heimi. Höfðu konur eitthvert hlutverk í siðbótinni og hver er staða þeirra í söfnuðunum í dag? Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og sr. Stefanía Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju.

Miðvikudaginn 18. október kl. 20:00 Guðsþjónusta siðbótarkirkjunnar og endurnýjun hennar. Hvaða breytingar urðu á helgihaldi kirkjunnar með siðbótinni? Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og formaður helgisiðanefndar. 

Nánari upplýsingar hér:

https://eything.com/2017/09/29/uppgjor-vid-sidbot-fraedslu-og-umraedukvold-i-glerarkirkju-a-midvikudogum-kl-20/

 

Deila fréttinni


Nýjar fréttir