Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Árleg ráðstefna kirkjutónlistarmanna

Dagana 21. -24. september var haldin í Strasbourg árleg ráðstefna EKEK, Europäischer Konferenz für Evangelische Kirchenmusik, sem er samvinnuvettvangur kirkjutónlistarmanna í hinum evangelísku kirkjum Evrópu.

Ráðstefnuna sóttu 40 manns og var Ísland í fyrsta skipti meðal þátttökuþjóða, en samtökin fagna 20 ára afmæli á næsta ári. 

Meginviðfangsefni var söngur með öldruðu fólki og heilabiluðu fólki. Haldin voru erindi og kynntar niðurstöður rannsókna og ýmissa verkefna sem sýna fram á mikilvægi söngiðkunar og gleði þátttakenda. Sérstaklega var fjallað um hlutverk kirkjusöngsins  á þessum vettvangi og þá möguleika sem kirkjurnar hafa til að bjóða þessum hópum til samveru og safnaðarstarfs í söng.

Ný aðildarlönd voru Ísland og Noregur og var beðið um kynningu á stöðu og starfi íslensku kirkjunnar í tónlistarmálum.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri sótti ráðstefnuna og kynnti tónlistarstarf kirkjunnar. Kristín Waage, organisti á Elliheimilinu Grund og Magnea Tómasdóttir, söngkona sem hefur kynnt sér sérstaklega tónlistarstarf með heilabiluðu fólki, voru einnig meðal þátttakenda.

Þær stöllur hafa mikinn áhuga á því að kynna fyrir söfnuðum ýmsa möguleika söngstarfs með öldruðum og auka þannig fjölbreytileika safnaðarstarfs og þjónustu við þennan hóp kirkjuvina.

Mynd: Kristín, Magnea og Margrét í Strasbourg

Deila fréttinni


Nýjar fréttir