Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Happdrætti ÆSKA

Á hverju ári tekur stór hópur unglinga úr æskulýðsstarfi kirkjunnar á Austurlandi þátt í Landsmóti ÆSKÞ, það er jafnan mikil stemming og undirbúningur skemmtilegur.

Hluti undirbúningsins er fjáröflun, bæði sem æskulýðsfélögin standa sjálf fyrir og í samvinnu við ÆSKA. Nú í fjórða sinn stendur ÆSKA fyrir happdrætti til að auðvelda unglingunum þátttöku. Fyrirtæki á Austurlandi hafa styrkt okkur og meðal fjölda glæsilegra vinninga er gjafabréf í flug, gisting fyrir tvo með morgunverði á Hótel Öldu Seyðisfirði, tveir dagar í silungaveiði í Hofsá og kvöldverður fyrir tvo á Gistihúsinu Egilsstöðum!

Miðaverð er 1500kr og hluti þess rennur beint til Hjálparstarfs kirkjunnar, til þeirra verkefna sem ÆSKÞ er að styrkja með Landsmóti, í ár er þema landsmóts umhverfisvernd og verkefnið sem við styðjum við er að vinna að umhverfisvænum landbúnaði meðal fátækar bænda í Sómalífylki í Eþíópíu.

Þeim sem hafa áhuga á að styrkja okkur er bent á að hafa samband við Erlu Björk Jónsdóttur, héraðsprest Austurlandsprófastsdæmis, erlabjorkjonsdottir@gmail.com eða í farsíma 869 0636.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir