Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Fyrri umræðu þingmála kirkjuþings 2017 lokið

Á þriðja degi kirkjuþings í dag, mánudag, voru eftirtalin þingmál flutt og rædd í fyrri umræðu:
Tillaga eins þingfulltrúa til þingsályktunar um skipun nefndar til að kanna hvort breyta skuli heiti og hlutverki kjörbréfanefndar kirkjuþings þannig að nefndin takist á hendur eftirlitshlutverk kirkjuþings gagnvart stjórnsýslu og starfsemi stofnana kirkjunnar og öðru er varðar yfirstjórn kirkjunnar. Eftir fyrri umræðu var samþykkt að vísa málinu til allra nefnda kirkjuþings, þ.e. allsherjar-, fjárhags- og löggjafarnefnda.
Tillaga löggjafarnefndar kirkjuþings til þingsályktunar um frumvarp til laga um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Málinu var vísað til allra þingnefnda.
Tillaga kirkjuráðs til þingsályktunar um umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar. Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar.
Skýrsla þjóðmálanefndar. Skýrslunni var vísað til allsherjarnefndar.
Tillaga nokkurra þingfulltrúa til þingsályktunar um að auka tengsl þjóðkirkjunnar við samtök evangeliskra kirkna í Evrópu GEKE/CPCE. Vísað til allsherjarnefndar.
Tillaga að starfsreglum um kjör til kirkjuþings. Vísað til löggjafarnefndar.

Hægt er að fylgjast með þingfundum í beinni útsendingu á vefnum eða horfa á upptökur af fundunum á Facebook síðu kirkjunnar.

Mál þingsins og málaskrá eru aðgengileg á vef kirkjunnar.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir