Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Fyrsta þingdegi kirkjuþings lokið

Á kirkjuþingi í dag, laugardag, var skýrsla kirkjuráðs flutt. Eftir fyrri umræðu var samþykkt að vísa skýrslunni til allsherjarnefndar kirkjuþings. Þá voru fjármál kirkjunnar til umræðu og að lokinni fyrri umræðu var samþykkt að vísa skýrslunni til fjárhagsnefndar kirkjuþings. Þá fór fram fyrri umræða um tillögu um kaup og sölu fasteigna og var henni vísað til fjárhagsnefndar. Mælt var fyrir tillögu að starfsreglum um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar og var málinu vísað til löggjafarnefndar.
Mælt var fyrir tillögu til þingsályktunar um hlutdeild unga fólksins í kirkjustarfi og stjórn og tillögu um jöfn hlutföll kynja í stjórnum, nefndum og ráðum innan þjóðkirkjunnar og báðum vísað til allsherjarnefndar. Að lokum var flutt og rædd tillaga til þingsályktunar um stuðning íslensku þjóðkirkjunnar við ályktun tólfta þings Lúterska heimssambandsins um að ákvæði um jafnrétti kynjanna verði tekið upp í stofnskrá sambandsins. Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar.

Hægt er að fylgjast með þingfundum í beinni útsendingu á vefnum eða horfa á upptökur af fundunum á Facebook síðu kirkjunnar.

Mál þingsins og málaskrá eru aðgengileg á vef kirkjunnar.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir