Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Kirkjuskipan Kristjáns III.

Út er að koma bók um kirkjuskipan Kristjáns III. sem var þýdd af Gissuri Einarssyni Skálholtsbiskupi og samþykkt á prestastefnum og á Alþingi á árunum 1541-1542. Með henni var lagður kenningarlegur grundvöllur evangelísk-lúthersku kirkjunnar á Íslandi. Þýðingin er birt í bókinni, ásamt úrvali úr bréfa- og minnisbókum biskups.

Þáttur Gissurar Einarssonar í siðaskiptunum hér á landi verður seint ofmetinn. Hann lagaði kirkjuskipanina að íslenskum aðstæðum og tryggði þannig sérstöðu íslensku kirkjunnar í Danaveldi, sem hélst allt til aldamótanna 1800 þegar gömlu biskupsstólarnir voru lagðir niður og jarðeignir þeirra seldar.

Því er einnig fjallað um Gissur biskup, áhrif hans á íslenska kristni og um persónu hans.

Segja má hann hafi verið fyrsti íslenski endurreisnarmaðurinn og þar með fyrsti nútímamaðurinn hér á landi, enda hefst árnýöld á siðaskiptunum. Dvöl hans í Hamborg um margra ára skeið gerði hann að heimsmanni. Klæðaburður Gissurar sýnir það vel sem og skrautgirni hans sem kemur fram í innkaupum hans. Minnisblöð biskups, sem hafa varðveist, eru til marks um það. Þau hafa með réttu verið sögð makalaus heimild um hagi biskups á 16. öld. Vitnað í þessi minnisblöð Gissurar þegar sagt er frá innkaupum hans.

Hægt er að panta bókina hjá umsjónarmanni útgáfunnar, Torfa K. Stefánssyni Hjaltalín, og fá þar nánari upplýsingar um hana, netfangið er torfih@mmedia.is

Deila fréttinni


Nýjar fréttir