Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Öðrum þingdegi kirkjuþings lokið

Á kirkjuþingi í dag, sunnudag, var flutt tillaga til þingsályktunar um ráðningu jafnréttisfulltrúa þjóðkirkjunnar. Um þingmannamál er að ræða. Eftir fyrri umræðu var samþykkt að vísa málinu til allsherjarnefndar kirkjuþings. Þá var flutt tillaga um Víkurgarð í Reykjavík og var henni vísað til allsherjarnefndar.
Tekið var fyrir eitt viðamesta mál þingsins en það er frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga, flutt af löggjafarnefnd kirkjuþings. Frumvarpið felur í sér einföldun frá gildandi þjóðkirkjulögum. Frumvarpið felur í sér að kirkjuþing mun öðlast meira svigrúm til að skipa málum kirkjunnar með starfsreglum og texti frumvarpsins er styttri en núgildandi laga.
Flutt var og rædd tillaga um að fulltrúi kirkjuþings unga fólksins hafi styrkari stöðu á kirkjuþingi með því að hann hafi atkvæðisrétt á þinginu. Tillögunni var vísað til löggjafarnefndar. Kirkjuþing unga fólksins kemur saman einu sinni á ári að jafnaði í maí. Þessi tillaga hafði hlotið samþykki þess þings vorið 2017. Að endingu var flutt og rædd tillaga um breytingar á starfsreglum um prestssetur og henni vísað til löggjafarnefndar.

Hægt er að fylgjast með þingfundum í beinni útsendingu á vefnum eða horfa á upptökur af fundunum á Facebook síðu kirkjunnar.

Mál þingsins og málaskrá eru aðgengileg á vef kirkjunnar.

 

 

 

 

Deila fréttinni


Nýjar fréttir