Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Tónleikar sex kóra í Hveragerðiskirkju

Þriðjudagskvöldið 7. nóvember sl. héldu kirkjukórar í Suðurprófastdæmi árlega tónleika, í þetta sinn í Hveragerðiskirkju.

Þátttakendur voru rúmlega 100 kórsöngvarar úr 6 kórum og sungu þeir sameiginlega og sitt í hvoru lagi. Kirkjugestum var kenndur nýr sálmur eftir sr. Davíð Þór Jónsson við lag Arngerðar Maríu Árnadóttur, organista Laugarneskirkju og einnig voru sungnir í almennum söng, sálmur eftir Martein Lúter og sálmur tengdur Allra heilagra messu.

Prestar í þeim kirkjum sem kórarnir koma frá, lásu fróðleiksmola um Martein Lúter og vígslubiskup sr. Kristján Valur Ingólfsson flutti bæn og blessun.

Umsjón og skipulagningu dagskrár annaðist Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og verkefnisstjóri kirkjutónlistar.

Þátttökukórar og stjórnendur:

Kór Hveragerðiskirkju, stjórnandi: Miklos Dalmay

Kór Þorlákskirkju, stjórnandi Miklos Dalmay

Kór Selfosskirkju, stjórnandi: Edit Molnár

Kór Odda- og Þykkvabæjarkirkju, stjórnandi: Kristín Sigfúsdóttir

Kór Ólafsvalla- og Stóra Núpskirkju, stjórnandi: Þorbjörg Jóhannsdóttir

Skálholtskórinn, stjórnandi: Jón Bjarnason

Deila fréttinni


Nýjar fréttir