Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Tveir guðfræðingar vígðir til prestsþjónustu

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, mun vígja tvo guðfræðinga til prestsþjónustu sunnudaginn 10. nóvember nk. Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni og hefst kl. 11.

Mag. theol. Dís Gylfadóttir verður vígð til prestsþjónustu í Lindaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og mag. theol. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir verður vígð til sóknarprestsþjónustu í Hofsprestakalli Austurlandsprófastsdæmi.

Vígsluvottar verða séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, séra Toshiki Toma, séra Guðmundur Karl Brynjarsson, séra Stefán Már Gunnlaugsson, séra Gísli Jónasson, sem lýsir vígslu og séra Sveinn Valgeirsson, sem þjónar fyrir altari.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir