Austurlandsprófastsdæmi

 

Helgihald á jólum og aðventu í Austurlandsprófastsdæmi

29. nóvember, fyrsti sunnudagur í aðventu:

Egilsstaðakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 10:30. Barnakór kirkjunnar syngur, kórstjóri Øystein Magnús Gjerde, organisti Torvald Gjerde, sr. Þorgeir Arason og leiðtogar sunnudagaskólans leiða stundina. Nýr límmiði fyrir börnin og Mýsla og Rebbi læra um aðventuna. Hressing.

Eskifjarðarkirkja: Messa kl. 11:00. Nemendur í farskóla leiðtogaefna aðstoða við helgihaldið. Velgjörðir eftir messu.

Fáskrúðsfjarðarkirkja: Fjölskyldumessa og sunnudagaskólinn kl.11:00. – Kveikt á fyrsta kerti á aðventukransinum og börnin skreyta jólatré.

Minningar- og ljósastund í kirkjugarðinum kl.16:00. Sú fallega hefð hefur myndast að safnast saman við minningarlundinn og þar er haldin stutt minningarstund í tali og tónum. Hvetjum þau sem setja ljósakrossa á leiði að vera búin að koma þeim fyrir, því við stundina verður sett rafmagn á kirkjugarðinn og þá tendrast á leiðisljósunum á sama tíma. Kertaljós/friðarljós hefur fólk gjarnan með sér til að tendra við minningarlundinn eða á leiði ástvina og vina. Öllum viðstöddum er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu eftir stundina.   

Heydalakirkja: Guðsþjónusta kl. 13:00.

Norðfjarðarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.

Seyðisfjarðarkirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sigurbjörg Kristínardóttir organisti og Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Stöðvarfjarðarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11:00.

Mánudagur 30. nóvember:

Bakkagerðiskirkja: Aðventukvöld kl. 20:00. Kirkjuskólinn flytur helgileik, Bakkasystur syngja, organisti Kristján Gissurarson og sr. Þorgeir Arason. Kaffi.

Miðvikudagur 2. desember:

Kirkjuselið í Fellabæ: Aðventukvöld Ássóknar í Fellum og Hofteigssóknar kl. 20:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Drífa Sigurðardóttir organisti og Kór Ássóknar.

Föstudagur 4. desember:

Eskifjarðarkirkja: Aðventukvöld kl. 20:00.

Laugardagur 5. desember:

Vallaneskirkja: Aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna kl. 15:00. Sr. Þorgeir Arason, Torvald Gjerde organisti og Kór Vallanes- og Þingmúlasókna. Kaffi.

6. desember, annar sunnudagur í aðventu:

Djúpavogskirkja: Aðventuhátíð kl. 17:00.

Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskóli kl. 10:30, síðasta samvera fyrir jól. Heitt súkkulaði og piparkökur.

Aðventuhátíð Egilsstaðakirkju kl. 18:00. Stundin hefst á að tendrað verður á ljósum jólatrésins fyrir utan kirkjuna. Barnakór og Kór Egilsstaðakirkju og Stúlknakórinn Liljurnar, ræðumaður Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri, ljósaþáttur fermingarbarna, sr. Þorgeir Arason og Torvald Gjerde organisti.

Fáskrúðsfjarðarkirkja: Sunnudagaskólinn kl.11:00. Kveikt á öðru kerti á aðventukransinum. Stund fyrir alla á aðventunni, jólalög og jólasögur.

Hjaltastaðarkirkja: Aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, söngfólk kirknanna syngur, Suncana Slamning organisti, Charles Ross fiðla, Áslaug Sigurgestsdóttir flauta.

Kirkjubæjarkirkja: Aðventustund Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna kl. 15:00. Sr. Þorgeir Arason, Jón Ólafur Sigurðsson organisti og Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna. Jólasamvera í Tungubúð eftir stundina á vegum Kvenfélags Tunguhrepps.

Norðfjarðarkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11:00.

Reyðarfjarðarkirkja: Aðventuhátið kl. 17:00.

Seyðisfjarðarkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11:00, síðasta samvera fyrir jól.

Valþjófsstaðarkirkja: Aðventukvöld kl. 20:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Jón Ólafur Sigurðsson organisti og kór kirkjunnar.

Miðvikudagur 9. desember:

Fáskrúðsfjarðarkirkja: Aðventuhátíð kl. 11:00. Blönduð dagskrá í tali og tónum með þátttöku barna- og fullorðinna. Kirkjukórinn syngur valin aðventu- og jólalög og leikið er á ýmiss hljóðfæri m.a. á bjöllur.

Fimmtudagur 10. desember:

Heydalakirkja: Aðventuhátíð kl. 20:00.

Stöðvarfjarðarkirkja: Aðventuhátíð kl. 18:00.

Laugardagur 12. desember:

Eskifjarðarkirkja: Kirkjuskóli kl. 11:00.

Reyðarfjarðarkirkja: Kirkjuskóli kl. 11:00.

13. desember, þriðji sunnudagur í aðventu:

Fáskrúðsfjarðarkirkja: Sunnudagaskólinn kl.11:00. Kveikt á þriðja kerti á aðventukransinum. Stund fyrir alla á aðventunni, jólalög og jólasögur.

Norðfjarðarkirkja: Jólastund barnastarfsins kl. 11:00.

Aðventustund kórs og kirkju kl. 17:00.

Seyðisfjarðarkirkja: Aðventukvöld kirkjunnar kl. 18:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sigurbjörg Kristínardóttir organisti og Kór Seyðisfjarðarkirkju.

20. desember, fjórði sunnudagur í aðventu:

Egilsstaðakirkja: Kyrrðarstund með altarisgöngu kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason og Torvald Gjerde organisti.

Norðfjarðarkirkja: Minningardagur um snjóflóðin 1974. Kveikt á kerti og fáni í hálfa stöng. Kirkjan opin.

24. desember, aðfangadagur jóla:

Bakkagerðiskirkja: Aftansöngur kl. 17:00. Sr. Þorgeir Arason, Kristján Gissurarson organisti og Bakkasystur. (Ef veður og færð valda messufalli, verður jólaguðsþjónustan í Bakkagerðiskirkju sunnudaginn 27. des. kl. 14:00.)

Djúpavogskirkja: Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir.

Egilsstaðakirkja: Jólastund barnanna kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét og leiðtogar sunnudagaskólans leiða stundina, organisti Torvald Gjerde. Hátíðleg stund fyrir yngstu kynslóðina og Mýsla og Rebbi verða í jólaskapi.

Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Torvald Gjerde organisti og Kór Egilsstaðakirkju.

Náttsöngur kl. 23:00. Sr. Þorgeir Arason, Torvald Gjerde organisti og Kór Egilsstaðakirkju.

Eiðakirkja: Náttsöngur kl. 23:00. Sr. Vigfús I. Ingvarsson, Kristján Gissurarson organisti og Kór Eiðakirkju.

Eskifjarðarkirkja: Miðnæturmessa kl. 23:00. Sr. Davíð Þór Jónsson, Þórunn Gréta Sigurðardóttir organisti og kór Eskifjarðarkirkju.

Fáskrúðsfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Heydalakirkja: Náttsöngur kl. 23:00. Sr. Gunnlaugur Stefánsson.

Kirkjuselið í Fellabæ: Helgistund kl. 23:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og Drífa Sigurðardóttir organisti.

Norðfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson.

Reyðarfjarðarkirkja: Miðnæturmessa kl. 23:00. Sr. Davíð Baldursson, Gillian Haworth organsiti og Kór Reyðarfjarðarkirkju.

Seyðisfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sigurbjörg Kristínardóttir organisti og Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Stöðvarfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Gunnlaugur Stefánsson.

25. desember, jóladagur:

Áskirkja í Fellum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Drífa Sigurðardóttir organisti og Kór Ássóknar.

Norðfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:oo. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson.

Sleðbrjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. (Sameiginleg fyrir Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssóknir.) Sr. Þorgeir Arason, Jón Ólafur Sigurðsson organisti og Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna.

Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 í kirkjunni. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sigurbjörg Kristínardóttir organisti og Kór Seyðisfjarðarkirkju. Guðsþjónusta kl. 15:00 á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar.

Uppsalir Fáskrúðsfirði: Hátíðarstund kl. 13:00. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Þingmúlakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Davíð Þór Jónsson, Torvald Gjerde organisti og Kór Vallanes- og Þingmúlasókna.

26. desember, annar í jólum:

Berufjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir.

Breiðablik, Norðfirði: Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:30.

Egilsstaðakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00. Ljósaþáttur fermingarbarna. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Torvald Gjerde organisti og Kór Egilsstaðakirkju. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15:00.

Heydalakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00. Sr. Gunnlaugur Stefánsson.

Hjaltastaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason, Suncana Slamning organisti og sönghópur kirkjunnar syngur.

Hofteigskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og Jón Ólafur Sigurðsson organisti.

Stöðvarfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Gunnlaugur Stefánsson.

27. desember, sunnudagur milli jóla og nýárs:

Hofskirkja í Álftafirði: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir.

Mjóafjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 ef veður leyfir. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson.

Valþjófsstaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Jón Ólafur Sigurðsson organisti og kór kirkjunnar. – Sunnudagsganga Ferðafélags Fljótsdalshéraðs verður kirkjuganga í Fljótsdal þennan dag: Gengin gömul kirkjuleið frá Geitagerði í Valþjófsstað í fylgd séra Vigfúsar I. Ingvarssonar. Mæting kl. 11 við Landstólpa á Egilsstöðum.

31. desember, gamlársdagur:

Egilsstaðakirkja: Aftansöngur kl. 16:00. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Torvald Gjerde organisti og Kór Egilsstaðakirkju.

Tónlistarmiðstöð Austurlands Eskifirði:

27. nóvember: Jólatónleikar kl. 20:00 – Esther Jökulsdóttir syngur við undirleik hljómsveitar sinnar jóla- og gospel lög Mahaliu Jackson. Aðgangur kr. 2500.

13. desember: Sameiginlegir jólatónleikar kirkjukóranna í Fjarðabyggð kl. 16:00. Samsöngur, einsöngur og hljómsveit. Hvetjum alla til að mæta og upplifa hughrif jólanna í söng og tónlist.

Tónlistarviðburðir í Egilsstaðakirkju um aðventu og jól:

29. nóvember: „Friður ríkir, fellur jólasnjór“ – Aðventutónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju kl. 17:00. Stjórnandi Torvald Gjerde. Kórinn flytur ásamt kammersveit Laudate dominum og Missa brevis í B-dúr eftir Mozart ásamt kammersveit auk íslenskra og erlendra jólaperla. Hefjum aðventuna á ljúfum nótum. Miðaverð: 2.000 kr., 1.500 kr. fyrir stúdenta og eldri borgara, ókeypis fyrir börn og unglinga. Enginn posi.

5. desember: Jólatónleikar Héraðsdætra kl. 17:00. Stjórnandi Margrét Lára Þórarinsdóttir, meðleikari Tryggvi Hermannsson.

12. desember: Jólatónleikar Stúlknakórsins Liljanna kl. 17:00. Stjórnandi Margrét Lára Þórarinsdóttir, meðleikari Tryggvi Hermannsson.

23. desember: Jólatónar – Torvald Gjerde organisti leikur á orgel kirkjunnar kl. 22-23.

3. janúar 2016: Jólatónleikar Egilsstaðakirkju kl. 17:00. Kórar kirkjunnar, einsöngvari o.fl. koma fram. Aðgangur ókeypis.

 

Davíð Þór Jónsson, 25/11 2015

Happdrætti ÆSKA 2015 – Vinningsnúmer

Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi (ÆSKA) stóð fyrir happdrætti til styrktar ferð unglinga af svæðinu á landsmót ÆSKÞ í Vestmannaeyjum í október sl. Að auki rann hluti af ágóðanum í geðverndarverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Á annað hundrað unglinga af Austurlandi tók þátt í landsmótinu, þar fór fram fræðsla og skemmtun til uppbyggingar æskunni. Fulltrúi sýslumannsins á Austurlandi dró í happdrættinu þann 2. nóvember, að viðstöddum votti og fulltrúa ÆSKA.
ÆSKA óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar veittan stuðning.
Enn fremur þakkar ÆSKA öllum sem gáfu vinninga eða studdu happdrættið á annan hátt kærlega fyrir stuðninginn.

Vinninga má vitja í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4.
Allar frekari upplýsingar veitir Ólöf Margrét Snorradóttir, s. 662 3198.
Vinsamlegast vitjið vinninga fyrir 10. janúar 2016.

Númer

Vinningur

523

Veiðiþjónustan Strengir – Laxveiði ein stöng í einn dag í Breiðdalsá

375

Veiðiþjónustan Strengir –  Laxveiði ein stöng í einn dag í Jöklu

683

Hótel Alda gisting f. 2

121

Sjóstöng ehf í Breiðdal – Sjóstöng og lundaskoðunarferð fyrir tvo

794

Hótel Bláfell í Breiðdal – Gisting og morgunverður fyrir tvo

1188

Fjarðabyggð Heilsurækt 3ja mán. kort

1038

Fjarðabyggð Heilsurækt 3ja mán. kort

766

Hótel Staðarborg í Breiðdal – Gisting og morgunverður fyrir tvo

487

Hótel Framtíð – gisting fyrir tvo

1228

Gistiheimilið Saxa á Stöðvarfirði – Gisting og morgunverður fyrir tvo

1000

Icelandair gjafabréf

682

Veiðiþjónustan Strengir – Silungsveiði ein stöng í einn dag í Breiðdalsá

479

Veiðiþjónustan Strengir – Silungsveiði ein stöng í einn dag í Fögruhliðará

746

Mjóeyri ferðaþjónusta – gjafabréf

151

NorðAustur Seyðisfirði gjafabréf f. 2

367

Vapp – Hús handanna

43

Brekkan Stöðvarfirði – Pitsuveisla fyrir fimm

379

Tónlistarmiðstöð Austurlands Eskifirði

1049

Ilmvatnið Love – Snyrtistofan Hafblik

161

Gullabúið – skartgripahengi

18

Snyrtistofan Alda, fótsnyrting

127

Hótel Hérað – Brunch f. 2

870

Hótel Hérað – Brunch f. 2

879

Hótel Hérað – Brunch f. 2

124

Hótel Hérað – Brunch f. 2

302

Hótel Hérað – Brunch f. 2

377

Kvöldverðarhlaðborð á Narfastöðum

126

Kvöldverðarhlaðborð á Narfastöðum

474

Hótel Framtíð – pizzaveisla fyrir tvo

60

Móðir jörð – gjafakarfa

177

Fellabakarí gjafabréf

206

Kaffi Sumarlína, Fáskrúðsfirði – Gjafabréf

945

Kaffi Sumarlína, Fáskrúðsfirði – Gjafabréf

965

Body Butter – Snyrtistofan Hafblik

107

Við Voginn – Ljósmynd e. Michael Bullock

1171

Böggablóm Eskifirði – gjafabréf

992

Kaffi Egilsstaðir gjafabréf

1296

Olís Reyðarfirði

988

Shellskálinn Eskifirði

1292

Geirabók

892

Bókakaffi Hlöðum, kaffihlaðborð f. 2

940

Kjöt og fiskur gjafabréf

370

Hárvörur – Lyfsalan Vopnafirði

942

Milk Shake hárvörur frá Hár.is

589

Skaftfell Bistro Pizza

354

Harðfiskur – Fiskverkun Kalla Sveins

347

Harðfiskur – Fiskverkun Kalla Sveins

519

Langabúð á Djúpavogi – Gjafabréf

1248

Langabúð á Djúpavogi – Gjafabréf

1001

Kirkjuhúsið – Bláa Biblían

412

Kirkjuhúsið – Bænabókin

369

Austan um land, ljóðabók Sigurðar Óskars Pálssonar

Davíð Þór Jónsson, 4/11 2015

Atvinna í boði

Kirkjumiðstöð Austurlands auglýsir eftir starfkrafti til að sjá um eldhús, matseld og létt þrif.

Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Óreglulegur vinnutími.

Jákvætt hugarfar og þægilegt viðmót skilyrði. Verður að geta starfað sjálfstætt.

Skemmtilegur vinnustaður og got samstarfsfólk.

Frekari upplýsingar veitir Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur, í netfanginu david.thor.jonsson@kirkjan.is

Davíð Þór Jónsson, 8/9 2015

Ljóðamessa í Egilsstaðakirkju

Sunnudaginn 26. júlí kl. 20:00, verður haldin ljóðamessa í Egilsstaðakirkju. Séra Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar.

Kór og organisti verða hvíld, en í staðinn verður hið talaða orð, skáldskapurinn, í brennidepli. Messan verður með hefðbundnu sniði að því undanskildu að í stað sálamasöngs lesa austfirsk skáld frumsamin ljóð með andlegu og trúarlegu ívafi. Skáldin sem leggja hönd á plóg  í ljóðamessunni eru Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, Kristian Guttesen, Ingunn Snædal, Sigurður Ingólfsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og vonast aðstandendur til að sem flestir láti sjá sig.

Davíð Þór Jónsson, 21/7 2015

Messa í Klyppstaðarkirkju

Árleg messa í Klyppsstaðarkirkju í Loðmundarfirði fer að þessu sinni fram sunnudaginn 19. júlí kl. 14:00. Þangað eru allir velkomnir. Sjá www.egilsstadaprestakall.com

Athugið að til kirkjunnar þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.

Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Vigfúsi I. Ingvarssyni. Félagar úr Kór Seyðisfjarðarkirkju leiða almennan söng. Meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir. Kirkjukaffi drukkið í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Ferðafélagið stendur í tengslum við messuna fyrir kirkjuferð eldri borgara á Klyppstað í leiðsögn sr. Vigfúsar.

Kirkjan á Klyppstað í Loðmundarfirði er látlaus og formfögur timburkirkja, reist árið 1895. Yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkahlíð.

Klyppstaður fór í eyði 1962 og önnur byggð í Loðmundarfirði lagðist af upp úr 1970. Kirkjan stendur enn og voru miklar endurbætur gerðar á henni á árunum 1976-1986 og árið 1990 var hún friðuð. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs tók kirkjuna undir sinn verndarvæng árið 2010 og var hún máluð að utan það sumar.

(Myndina af kirkjunni tók Magnús R. Jónsson)

Davíð Þór Jónsson, 14/7 2015

Aðalfundur ÆSKA 2015

Haldinn 13.maí í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4

 

Mætt eru; Bergdís Gunnlaugsdóttir, Dagbjört Lilja Björnsdóttir , sr. Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur, Hlín Stefánsdóttir, sr. Þorgeir Arason,  og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Davíð Baldursson, prófastur og sr. Stefán Már Gunnlaugsson á Skype.

 

1. Fundur stettur  kl 17.20,

Seinkun vegna erfiðleika með Skype. Sigríður Rún ritari setur fundinn í fjarveru formanns

 

2. Kosninga fundarstjóra;

Þorgeir Arason, samþykkt samhljóða.

Ritari kosinn Sigríður Rún Tryggvadóttir, samþykkt samhljóða.

 

3. Ritningalestur og bæn,

Umsjón Davíð Þór Jónsson.

 

4. Ársskýrsla stjórnar;

Hlín Stefánsdóttir les í fjarveru formanns.

Umræða um árskýrsluna.  Á skýrslan að vera frá áramótum til áramóta? Eða á hún að vera almannaksárið? Starfstími stjórnar á að vera frá aðalfundi til aðalfundar- og skýrslan á að endurspegla það, fundurinn er sammála um það.

 

5. Ársreikningur;

Samþykktur samhljóða. Við erum þakklát fyrir stöðuna og þökkum gjaldkera fyrir að halda svona vel utan um fjármál félagsins.

Skoðunarmenn reikninga; Þorgeir leggur til að Stefán Már Gunnlaugsson verði aðalmaður og varamaður Stefán Bogi Sveinsson. Fundurinn samþykkir það samhljóða.

 

6. Lagabreytingar;

Ársreikningar miðast við almanaksárið (það er almenn regla nema annað sé tekið fram).  En í framhaldi umræðunnar um ársskýrslustjórnar leggur Stefán Már fram tillögu um að fella ,,almannaksárið” úr 6. gr samþykkta félagsins. Samykkt samhljóða. Tillaga Stefáns Más um breytingar í 7. gr laganna. Inn í 7. gr ætti að bæta inn skoðunnarmanns reikningar og varmann. Samþykkt samhljóða.

 

7. Kosning stjórnar;

Fundurinn leggur til fimm aðalmenn; Matthildur Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Rún Tryggvadóttir, Þorgeir Arason, Dagbjört Lilja Björnsdóttir, Bergdís Eva Gunnlaugsdóttir. Sjálfkjörin með lófataki. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Varamenn Heiðdís Ragnarsdóttir, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sjálfkjörnar með lófataki.

 

8. Önnur mál;

Verðum að athuga að TTT-mót, mótið á Vopnafirði verður að komi inn í starfskýrslu næsta árs.

 

Fundi slitið 18.00

Davíð Þór Jónsson, 18/5 2015

Lög ÆSKA

1.gr.

Félagið heitir Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi, skammstafað Æ.S.K.A.

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er á Egilsstöðum

3. gr.

Æ.S.K.A. eru frjáls félagasamtök og starfa á Austurlandi undir merkjum Þjóðkirkju Íslands. Markmið sambandsins eru að:

  • Efla æskulýðsstarf fyrir fólk á aldrinum 6-30 ára á Austurlandi undir merkjum Þjóðkirkjunnar.
  • Vera vettvangur starfsfólks og sjálfboðaliða í barna- og unglingastarfi og samfélag auk þess að stuðla að fræðslu.
  • Standa að sameiginlegum verkefnum safnaða, auka samstarf og veita aðildarfélögum ráðgjöf um uppbyggingu og framkvæmd æskulýðsstarfs.
  • Vera málsvari fyrir ungt fólk og kristilegt æskulýðsstarf innan starfssvæðis og utan, bæði á innlendum vettvangi og í erlendum samskiptum.

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að skipuleggja kristilegt æskulýðsstarf, standa fyrir æskulýðsmótum, námskeiðum og ferðum og efla samstarf aðildarfélaga um slíkt starf.

5. gr.

Aðildarfélög. Aðild að sambandinu eiga æskulýðsfélög sókna á Austurlandi sem og áhugahópar og starfshópar um æskulýðsstarf á Austurlandi, sem það kjósa. Umsóknir um aðild þurfa samþykki stjórnar. Umsóknir um inngöngu í félagið skulu vera skriflegar.

6. gr.

Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

7. gr.

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum Æ.S.K.A. Aðalfund skal halda eigi síðar en 1.maí ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað.

Á dagskrá aðalfundar skulu að minnsta kosti vera eftirfarandi dagskrárliðir. Kosning fundarstjóra og fundarritara, Skýrsla stjórnar lögð fram, Reikningar lagðir fram til samþykktar, Lagabreytingar, Ákvörðun félagsgjalds, Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga og Önnur mál.

Í öllum málum sem þarfnast atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti. Kjörgengi og rétt til að fara með atkvæðisrétt aðildarfélags hafa allir virkir þátttakendur í starfi aðildarfélaga. Atkvæðisrétt hafa aðildarfélög, hvert þeirra hefur tvö atkvæði. Virkur þátttakandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og tekur þátt í starfi eins af aðildarfélögum Æ.S.K.A. Málfrelsi og tillögurétt hafa allir þeir sem aðalfund sækja.

8.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig skulu kosnir 2 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

9.gr.

Félagið mun fjármagna starfsemi sína með styrkjum og söfnunum.

10. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

11. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Austurlandsprófastdæmis. Verði stofnuð önnur samtök með sambærilegan tilgang skulu eignirnar renna til þeirra samtaka.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 05.10.2013

Áorðnar breytingar samþykktar á aðalfundi 13.5.2015

Davíð Þór Jónsson, 18/5 2015

Aðalfundur ÆSKA

Aðalfundur ÆSKA, Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi, verður haldinn kl. 17:00 miðvikudaginn 13. maí nk. í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um kristilegt æskulýðsstarf. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Davíð Þór Jónsson, 29/4 2015

Héraðsfundur Austurlandsprófastsdæmis

Héraðsfundur Austurlandsprófastsdæmis árið 2015 verður haldinn í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn sunnudaginn 12. apríl nk. kl. 14. Til fundarins eru skv. starfsreglum boðaðir þjónandi prestar í prófastsdæminu, safnaðarfulltrúar og formenn sóknarnefnda eða varamenn þeirra, kirkjuþingsmenn og fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu. Allir Þjóðkirkjumenn í prófastsdæminu hafa rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt og eru hvattir til þátttöku.

Starfsreglur um héraðsfundi.

Davíð Þór Jónsson, 7/4 2015

Helgihald í Austurlandsprófastsdæmi á jólum 2014:

 Aðfangadagur 24. des.

 

Egilsstaðakirkja

Jólastund barnanna kl. 14:00

Nýtt! Hátíðleg stund fyrir yngstu kynslóðina. Við syngjum saman, brúðurnar úr sunnudagaskólanum læra um jólaguðspjallið o.fl.

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Jólanæturmessa kl. 23:00

Sr. Vigfús I. Ingvarsson. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

 

Bakkagerðiskirkja

Aftansöngur kl. 17:00

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Kristján Gissurarson. Bakkasystur syngja. (Ef veður og færð valda messufalli, verður í staðinn messað sunnudaginn 28. desember kl. 14:00.)

 

Djúpavogskirkja

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir

 

Eskifjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Davíð Baldursson. Organisti Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Kór Eskifjarðarkirkju.

 

Fáskrúðsfjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Fögnum helgri hátíð saman. Kór kirkjunnar syngur og leiðir söng. Kórstjóri og undirleikari Suncana Slamnig. Hljóðfæraleikur: Charles Ross.

 

Norðfjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson.

 

Seyðisfjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

 

Stöðvarfjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Gunnlaugur Stefánsson

 

Vopnafjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson

 

Ássókn í Fellum

Helgistund í Kirkjuselinu, Fellabæ, kl. 23:00

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir.

 

Eiðakirkja

Jólanæturguðsþjónusta kl. 23:00

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Kristján Gissurarson. Kór Eiðakirkju.

 

Heydalakirkja
Náttsöngur kl. 23:00
Sr. Gunnlaugur Stefánsson

 

Reyðarfjarðarkirkja

Náttsöngur kl. 23:00

Sr. Davíð Þór Jónsson. Organisti Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Kór Reyðarfjarðarkirkju.

 

Jóladagur 25. des.

 

Áskirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

 

Kirkjubæjarkirkja

Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna kl. 14:00

Sr. Davíð Þór Jónsson. Organisti Magnús Magnússon. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna.

 

Norðfjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson.

 

Seyðisfjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sigurbjörg Kristínardóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

Guðsþjónusta á Heilbrigðisstofnuninni Seyðisfirði kl. 15:00

 

Þingmúlakirkja

Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Vallanes- og Þingmúlasókna kl. 14:00

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallanes- og Þingmúlasókna.

 

Hofskirkja, Vopnafirði

Hátíðarguðsþjónusta kl. 17:00

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson

 

Valþjófsstaðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 17:00

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Tryggvi Hermannsson.

 

Annar í jólum 26. des.

 

Breiðablik, Neskaupstað

Jólaguðsþjónusta kl. 10:30

Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson

 

Stöðvarfjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00

Sr. Gunnlaugur Stefánsson

 

Heydalakirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00

Sr. Gunnlaugur Stefánsson

 

Berufjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir

 

Egilsstaðakirkja

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00

Fermingarbörn flytja helgileik. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

Guðsþjónusta á Heilbrigðisstofnuninni Egilsstöðum kl. 15:00

 

Hjaltastaðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Sr. Þorgeir Arason. Organisti og söngstjóri Suncana M. Slamnig.

 

Hofteigskirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Tryggvi Hermannsson.

 

Vopnafjarðarkirkja

Fjölskyldumessa kl. 14:00

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson. Börn sýna jólahelgileikinn og fermingarbörn flytja bænir.

 

Laugardagur 27. des.

 

Hjúkrunarheimilið Sundabúð, Vopnafirði

Helgistund kl. 14:30

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson

 

Sunnudagur 28. des.

 

Eskifjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00

Sr. Davíð Þór Jónsson

 

Mjóafjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00

Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson

 

Reyðarfjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00

Sr. Davíð Baldursson

 

Hofskirkja í Álftafirði

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir

 

Gamlársdagur 31. des.

 

Aftansöngur kl. 16:00

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

 

Nýársdagur 1. jan.

 

Hofskirkja, Vopnafirði

Hátíðarmessa kl. 15:00

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson

 

Þrettándinn 6. jan.

 

Vallaneskirkja

Kvöldmessa kl. 20:00. Jólin sungin út.

Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallanes- og Þingmúlasókna.

 

Tónlistarviðburðir í Egilsstaðakirkju

  • Fyrsti sunnudagur í aðventu, 30. nóvember kl. 16:00: Jólaóratórían eftir J.S. Bach í flutningi Kórs og Kammerkórs Egilsstaðakirkju, einsöngvara og hljómsveitar sem að mestu er skipuð Austfirðingum. Stjórnandi Torvald Gjerde.
  • Þorláksmessukvöld, 23. desember kl. 22-23: Jólatónar. Organisti kirkjunnar og gestir leika hátíðlega tóna við kertaljós. Hægt að koma og fara að vild.
  • Laugardagurinn 3. janúar kl. 17: Jólatónleikar kirkjunnar. Kórar kirkjunnar, einsöngvari o.fl. flytja jólatónlist úr ýmsum áttum. Stjórnandi Torvald Gjerde.

 

Tónlistarviðburðir í Eskifjarðarkirkju

  • Fyrsti sunnudagur í aðventu, 30. nóvember kl. 20:00: Jólaóratórían eftir J.S. Bach í flutningi Kórs og Kammerkórs Egilsstaðakirkju, einsöngvara og hljómsveitar sem að mestu er skipuð Austfirðingum. Stjórnandi Torvald Gjerde.
  • 15. desember kl. 20:00. Jólatónleikar. Esther Jökulsdóttir vitjar æskuslóðanna og syngur þekktustu jóla- og gospellög Mahaliu Jackson.

 

Alla mánudaga kl. 18:00 árið um kring eru kyrrðarstundir í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju.

Þessi dagskrá er ekki tæmandi. Nánar á www.kirkjan.is/austurland

Þorgeir, 3/12 2014

 

Austurlandsprófastsdæmi, sr. Davíð Baldursson, Hátúni 13, 735 Eskifirði. · Kerfi RSS