Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 2018

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 2014

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 2018.

Fólkið í kirkjunni er kallað til að biðja saman og í einrúmi þessa viku 18. – 25. janúar, til að biðja fyrir einingu kristinna manna með systrum og bræðrum í trúnni um víða veröld.

Efni bænaviku fyrir einingu kristninnar kemur að þessu sinni frá kirkjum í Karabíska hafinu. Saga kristninnar á því svæði inniheldur ákveðna þversögn. Annars vegar notuðu nýlenduherrarnir Biblíuna til að réttlæta undirokun upprunalegra íbúa landanna og þeirra sem voru flutt nauðug frá Afríku, Indlandi og Kína. Mörgum var útrýmt, fólk var hlekkjað og hneppt í þrældóm og þjáð undir ranglátum vinnuaðstæðum. Hins vegar varð Biblían uppspretta huggunar og frelsunar fyrir mörg þeirra sem þjáðust undir valdi nýlenduherranna.

Hér má finna dagskrá bænavikunnar og efni til hugleiðingar fyrir hvern daganna átta, frá 18. – 25. janúar

Dagskrá bænaviku

Guðþjónustuform bænaviku

Lestrar fyrir hvern dag bænaviku

Sálmurinn, þú réttir fram hönd

Texti Patrick Prescod, íslenskur texti Guðmundur Guðmundsson
Lag eftir Noel Dexter frá Jamaika