Breiðholtskirkja

 

Kveðjumessa séra Gísla Jónassonar sunnudaginn 21.janúar kl. 11

Séra Gísli Jónasson, sem hefur þjónað Breiðholtssókn sl. 32 ár lætur nú af störfum sem sóknarprestur. Hann kveður söfnuðinn í messu á sunnudaginn kl. 11. Eftir messu býður sóknarnefndin til kveðjuhófs í safnaðarsalnum. Sunnudagaskóli verður á sínum stað kl. 11. Séra Gísli mun prédika, en séra Magnús Björn Björnsson, settur sóknarprestur, þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna og messuþjónum. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista.

magnus.bjornsson, 19/1 2018

Messa og sunnudagaskóli 14. janúar 2018 kl. 11

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Börnin byrja í messunni og fara svo niður í safnaðarheimili. Messan er árleg áramótaguðsþjónusta á vegum Eldri borgararáðs. Sr. Magnús Björn Björnsson, nýr sóknarprestur, þjónar fyrir altari og prédikar. Djáknarnir Þórey Dögg Jónsdóttir og Linda Jóhannsdóttir þjóna einnig ásamt messuþjónum. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Einsöngvari er Sigvaldi Helgi Gunnarson. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á veitingar í safnaðarsal.

magnus.bjornsson, 9/1 2018

Sunnudagur 7. janúar 2018

Ensk bænastund kl.14.00. Prestur sr. Toshiki Toma

Gísli Jónasson, 5/1 2018

Þriðji í jólum 27. desember

Fyrirbænamessa kl.12.00.  Prestur sr.Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson, 22/12 2017

Annar í jólum 26. desember

Fjölskylduguðsþjónusta kl.14.00

Börn úr barnastarfi kirkjunnar sýna helgileik

Organisti Örn Magnússon

Prestur sr. Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson, 22/12 2017

Jóladagur 25. desember

Hátíðarmessa kl.14.00

Einsöngur Marta Halldórsóttir- Organisti Örn Magnússon

Kór Breiðholtskirkju syngur

Prestur sr. Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson, 22/12 2017

Aðfangadagur 24. desember

Aftansöngur kl.18.00

Einsöngur Marta Halldórsóttir – Organisti Örn Magnússon

Kór Breiðholtskirkju syngur

Prestur sr. Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson, 22/12 2017

Sunnudagur 17. desember – Þriðji sunnudagur í aðventu

JÓLABALL kl.11.00. Komið hefur verið fyrir stóru jólatré í kirkjunni og við dönsum kringum það. Örn spilar fyrir okkur á orgelið og flygil kirkjunnar og leiðir söng og sr.Þórhallur segir frá jólunum. Heyrst hefur að jólasveinninn komi í heimsókn með fullan poka af jólanammi! Allir eru hjartanlega velkomnir, fullorðnir fá kaffi og meððí og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

 

Ensk messa kl.14.00. Prestur sr.Toshiki Toma. Organisti Örn Magnússon.

Þórhallur Heimisson, 14/12 2017

Föstudagur 15. desember

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Þórhallur Heimisson, 14/12 2017

Miðvikudagur 14. desember

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Starf eldri borgara 13.15. 

Sex til tíu ára starf 16.00-17.00

TTT starf 17.30 -18.30 -

Þórhallur Heimisson, 14/12 2017

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

Þriðjudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 15:00 fermingarfræðsla

Dagskrá ...