Breiðholtskirkja

 

Fimmtudagur 2. mars

Fermingarfræðsla kl. 16.

Pólitískur réttrúnaður og guðfræði Marteins Lúthers Námskeið í tilefni af 500 ára afmælis siðbótarinnar. Rit Lúthers: “Ánauð viljans”, sem er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar lesið og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Leitast verður við að tengja þætti í guðfræði Lúthers við umræðuefni í samtímanum og verða m.a. þær hugmyndir sem oft eru tengdar við pólitískan rétttrúnað skoðaðar. Námskeiðið er hluti af Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar. Kennari er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og verður þetta námskeið öll fimmtudagskvöld til og með 23. mars. Allir velkomnir.

Gísli Jónasson, 28/2 2017

Miðvikudagur 1. mars

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Sr. Svavar Stefánsson kemur í heimsókn og spjallar um það hvaða mynd Biblían gefur okkur af því að eldast. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Kirkjukrakkastarfið  og TTT fellur niður vegna öskudagsins.

Gísli Jónasson, 28/2 2017

Sunnudagur 26. febrúar

Allt helgihald í kirkjunni fellur niður í dag vegna ófærðar.

Tómasarmessan sem vera átti í kvöld fellur því niður, en hugsanlega verður hún n.k. sunnudag 5. mars

Gísli Jónasson, 26/2 2017

Sunnudagur 26. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.
Mikill söngur og gleði. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn og Steinunn, leiða samveruna og Örn Magnússon situr við orgelið og flygilinn. Eftir stundina er kaffi og önnur hressing í safnaðarheimilinu.
Tómasarmessa kl. 20:00.
Skúli Svavarson, kristniboði, prédikar út frá þemanu “Þegar þú biðst fyrir”. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.

Gísli Jónasson, 23/2 2017

Föstudagur 24. febrúar

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.  Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Gísli Jónasson, 20/2 2017

Fimmtudagur 23. febrúar

Pólitískur réttrúnaður og guðfræði Marteins Lúthers Námskeið í tilefni af 500 ára afmælis siðbótarinnar. Rit Lúthers: “Ánauð viljans”, sem er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar lesið og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Leitast verður við að tengja þætti í guðfræði Lúthers við umræðuefni í samtímanum og verða m.a. þær hugmyndir sem oft eru tengdar við pólitískan rétttrúnað skoðaðar. Námskeiðið er hluti af Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar. Kennari er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og verður þetta námskeið öll fimmtudagskvöld til og með 23. mars. Allir velkomnir.

Gísli Jónasson, 20/2 2017

Miðvikudagur 22. febrúar

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Spil og handavinna.

Kirkjukrakkastarfið kl. 16:00-17:00. Öll 6-9 ára börn velkomin!

TTT kl. 17:30-18:30. Öll 10-12 ára börn velkomin!

Gísli Jónasson, 20/2 2017

Sunnudagurinn 19. febrúar – Konudagur OG Biblíudagur

Þessi sunnudagur er bæði Konudagur OG Biblíudagur í Breiðholtskirkju.

Það verður að sjálfsögðu messa kl.11.00. Prestur rt sr.Þórhallur Heimisson. Fjallar hann um konur í Nýja testamentinu í predikun dagsins. Organisti er Örn Magnússon. Kór Breiðholtskirkju syngur.

Eftir messuna er kökubasar á vegum Hollvinafélags Breiðholtskirkju. Upplagt er að kaupa veglega Hnallþóru og bjóða svo í Konudagskaffi og styrkja um leið vinsfélagið.

Og ekki gleyma sunnudagaskólanum kl.11.00 sem byrjar í kirkjunni og heldur svo áfram í safnaðarheimilinu. Umsjón Steinunn og Steinunn.

Þórhallur Heimisson, 18/2 2017

Föstudagur 17. febrúar

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.  Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Gísli Jónasson, 14/2 2017

Fimmtudagur 16. febrúar

Pólitískur réttrúnaður og guðfræði Marteins Lúthers Námskeið í tilefni af 500 ára afmælis siðbótarinnar. Rit Lúthers: “Ánauð viljans”, sem er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar lesið og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Leitast verður við að tengja þætti í guðfræði Lúthers við umræðuefni í samtímanum og verða m.a. þær hugmyndir sem oft eru tengdar við pólitískan rétttrúnað skoðaðar. Námskeiðið er hluti af Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar. Kennari er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og verður þetta námskeið öll fimmtudagskvöld til og með 23. mars. Allir velkomnir.

 

Gísli Jónasson, 14/2 2017

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Þórhallur Heimisson og prestur sr. Gísli Jónasson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12.

Miðvikudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 12:00 kyrrðarstund
Kl. 13:15 samverur eldri borgara (annan hvern miðvikudag)
Kl. 16:00 kirkjukrakkar
Kl. 17:30 TTT
Kl. 19:30 kóræfing

Dagskrá ...