Breiðholtskirkja

 

Sunnudagurinn 26. mars

Helgina 24. mars – 26. mars sækir yfirhershöfðingi Hjálpræðishersins André Cox heim Ísland og verður með samkomur í Breiðholtskirkju föstudag kl.20. og laugardag kl.16.00.

Sunnudag verður sameiginleg fjölskylduhátíð Breiðholtskirkju og Hjálpræðishersins kl.11.00 sem André Cox, sr.Þórhallur Heimisson, Örn Magnússon organisti kirkjunnar og tónlistarfólk Hjálpræðishersins annast. Allir eru hjartanlega velkomnir. 

 

Tómasarmessa kl. 20:00.

Sr. Ólafur Jóhannsson, prédikar út frá þemanu “Samfélag trúaðra“.  Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.

Þórhallur Heimisson, 23/3 2017

Föstudagur 24. mars

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir

Gísli Jónasson, 22/3 2017

Fimmtudagur 23. mars

Pólitískur réttrúnaður og guðfræði Marteins Lúthers Námskeið í tilefni af 500 ára afmælis siðbótarinnar. Rit Lúthers: “Ánauð viljans”, sem er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar lesið og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Leitast verður við að tengja þætti í guðfræði Lúthers við umræðuefni í samtímanum og verða m.a. þær hugmyndir sem oft eru tengdar við pólitískan rétttrúnað skoðaðar. Námskeiðið er hluti af Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar. Kennari er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og verður þetta námskeið öll fimmtudagskvöld til og með 23. mars. Allir velkomnir

Gísli Jónasson, 22/3 2017

Miðvikudagur 22. mars

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500. Dr dr Sigurjón Árni leikur á saxófón, sr.Þórhallur annast messuna og við orgelið er Örn organisti.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Sr.Gunnar Rúnar Mattíasson sjúkrahúsprestur kemur í heimsókn og fjallar um siðferðileg álitamál er tengjast Líknardrápi.

Kirkjukrakkastarfið kl. 16:00-17:00. Öll 6-9 ára börn velkomin!

TTT kl. 17:00-18:00. Öll 10-12 ára börn velkomin! Ath breyttan tíma

Þórhallur Heimisson, 21/3 2017

Sunnudagurinn 19. mars

Messa kl.11.00. Prestur sr.Þórhallur Heimisson. Í predikun dagsins fjallar hann um samfélagsleg áhrif siðbótarinnar, en í ár er þess minnst að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúter hóf umbyltingarstarf sitt er leiddi til siðbótarinnar. Organisti er Örn Magnússon. Kór Breiðholtskirkju syngur.

Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjón Steinunnar og Steinunnar. Byrjað er í kirkjunni kl. 11.00 en síðan heldur starfið áfranm í safnaðarheimilinu.

Kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu eftir messu og sunnudagaskóla.

 

Ensk messa kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Organisti er Örn Magnússon.

Þórhallur Heimisson, 14/3 2017

Föstudagur 17. mars

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Að þessu sinni heimsækir okkur Arnheiður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsugæslunni, og fjallar hún um mataræði barna. Góður tími gefst til fyrirspurna.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir

Þórhallur Heimisson, 14/3 2017

Fimmtudagur. 16. mars

Pólitískur réttrúnaður og guðfræði Marteins Lúthers Námskeið í tilefni af 500 ára afmælis siðbótarinnar. Rit Lúthers: “Ánauð viljans”, sem er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar lesið og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Leitast verður við að tengja þætti í guðfræði Lúthers við umræðuefni í samtímanum og verða m.a. þær hugmyndir sem oft eru tengdar við pólitískan rétttrúnað skoðaðar. Námskeiðið er hluti af Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar. Kennari er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og verður þetta námskeið öll fimmtudagskvöld til og með 23. mars. Allir velkomnir

Þórhallur Heimisson, 14/3 2017

Miðvikudagurinn 15. mars

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Anna Matthildur Axelsdóttir sýnir myndir frá ferð sinni til Rússlands og Indlands

Kirkjukrakkastarfið kl. 16:00-17:00. Öll 6-9 ára börn velkomin!

TTT kl. 17:00-18:00. Öll 10-12 ára börn velkomin! Ath breyttan tíma

Þórhallur Heimisson, 14/3 2017

Sunnudagur 12. mars

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur. Biblíusaga, söngur, brúður og börnin fá límmiða á bænaplakatið. Hressing í lokin og kaffisopi fyrir foreldrana.

Messa kl. 14 með þátttöku Skaftfellingafélagsins.  Athugið breyttan messutíma! Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Gísla Jónassyni og sr. Gunnari Stíg Reynissyni. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgelið og Söngfélag Skaftfellinga leiðir sönginn. Messuhópur tekur virkan þátt. Eftir messu verður kaffisala Söngfélags Skaftfellinga í safnaðarheimilinu.  Allir hjartanlega velkomnir!

 

Gísli Jónasson, 7/3 2017

Föstudagur 10. mars

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.  Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Gísli Jónasson, 7/3 2017

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Þórhallur Heimisson og prestur sr. Gísli Jónasson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12.

Þriðjudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 14:30 fermingarfræðsla
Kl. 15:45 fermingarfræðsla

Dagskrá ...