Breiðholtskirkja

 

Sunnudagur 4. desember

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.11.00. Gerðubergskórinn kemur í heimsókn og syngur.

Það er fyrir löngu orðin skemmtileg hefð fyrir heimsókn Gerðubergskórsins á annan sunnudag í aðventu.  Stjórnandi Gerðubergskórsins er Kári Friðriksson og undirleikari Árni Ísleifs. Organisti við guðsþjónustuna er Örn Magnússon og prestur sr.Þórhallur Heimisson. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu og aldrei að vita nema kórinn taki einhver létt og skemmtileg jólalög yfir kaffibollanum.

Þórhallur Heimisson, 2/12 2016

Föstudagur 2. desember

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.  Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Gísli Jónasson, 1/12 2016

Miðvikudagur 30. nóvember

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Samvera fyrir eldri borgara.

Kirkjukrakkastarfið kl. 16:00-17:00. Öll 6-9 ára börn velkomin!

TTT kl. 17:30-18:30. Öll 10-12 ára börn velkomin!

Þórhallur Heimisson, 28/11 2016

Þriðjudagur 29. nóvember

Trúarbragðaskóli Breiðholtskirkju kl.20.00. Síðasta fræðsla haustsins. Að þessu sinni fjallar sr.Þórhallur Heimisson um sögu, trú og þjóðfélag ÍSLAM. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Þórhallur Heimisson, 28/11 2016

Sunnudagurinn 27. nóvember – Fyrsti sunnudagurinn í aðventu

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Kveikt á fyrsta aðventukertinu, börn úr TTT og 6-9 ára starfinu syngja og börnin setja upp fjárhúsið í Betlehem. Söngur, sögur, myndir.

Aðventuhátíð kl.20.00 Forseti Íslands flytur hugleiðingu. Það er ómissandi hefð að byrja aðventuna með helgri stund í kirkju. Á aðventukvöldi Breiðholtskirkju, fyrsta sunnudag í aðventu, verður boðskapur og tilhlökkun aðventunnar fönguð í hátíðarstemningu. Þá mun forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson flytja okkur hugvekju. Kirkjukórinn syngur aðventu- og jólasöngva undir stjórn Arnar Magnússonar og fermingarbörnin sýna helgileik um ljósið sem skín í myrkrinu. Þá mun sr.Þórhallur Heimisson leiða bæn. Að stundinni lokinni munu sóknarnefnd og Hollvinafélag kirkjunnar bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu þar sem tækifæri gefst til þess að styrkja Hollvinafélagið. Með aðventukvöldinu hefst jólaundirbúningur Breiðholtskirkju og eru allir hvattir til þess að njóta þess fjölbreytta helgihalds sem kirkjan býður upp á í desember

Þórhallur Heimisson, 22/11 2016

Föstudagur 25. nóvember

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.  Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Gísli Jónasson, 21/11 2016

Fimmtudagur 24. nóvember

Kl. 20:00 – 22:00. Lokasamvera námskeiðs í guðfræði Marteins Lúthers í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017. Fjallað er um rit Lúthers: Ánauð viljans sem er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar. Lesin er íslensk þýðing ritsins og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Í því er m.a. umfjöllun um þjáningu og endurlausn, fyrirhugun og náð. Kennari á námskeiðinu er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.  Allir velkomnir.

Gísli Jónasson, 21/11 2016

Miðvikudagur 23. nóvember

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Samvera fyrir eldri borgara. Spil og handavinna.

Kirkjukrakkastarfið kl. 16:00-17:00. Öll 6-9 ára börn velkomin!

TTT kl. 17:30-18:30. Öll 10-12 ára börn velkomin!

Gísli Jónasson, 21/11 2016

Sunnudagur 20. nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Mikill söngur og gleði. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn og Steinunn, leiða samveruna ásamt sr. Gísla og Örn Magnússon situr við orgelið og flygilinn. Eftir stundina er kaffi og önnur hressing í safnaðarheimilinu.

Laufabrauðsgerð. Að fjölskylduguðsþjónustunni lokinni býður Hollvinafélag Breiðholtskirkju síðan öllum þeim sem það vilja, að taka þátt í því að skera og steikja laufabrauð.  Nauðsynlegt er að taka með sér hnífa, bretti og ílát undir laufabrauðin, sem Hollvinafélagið leggur til og selur á 100 kr. hvert brauð. Boðið verður uppá kaffi, djús og piparkökur og það eru allir velkomnir.

Þriðja Tómasarmessan á þessu hausti kl. 20:00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar út frá þemanu “Verið glöð í Drottni”.  Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.

Gísli Jónasson, 17/11 2016

Föstudagur 18. nóvember

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.  Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Gísli Jónasson, 14/11 2016

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Þórhallur Heimisson og prestur sr. Gísli Jónasson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12.

Sunnudagur

Kl. 11:00 messa
Kl. 11:00 sunnudagaskóli

Dagskrá ...