Breiðholtskirkja

 

Sunnudagur 25. september – Hausthátíð og Tómasarmessa

Hausthátíð kl. 11. Verið velkomin á hausthátíð safnaðarins!  Hátíðin hefst með söng og gleði í fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.  Síðan verður haldið í safnaðarheimilið þar sem boðið verður upp á haustkórónur, þrautir, andlitsmálningu, veiðiferð, grín og glens að ógleymdum grilluður pylsum.  Hátíðin er tilvalin fyrir alla fjölskylduna sem vill fagna haustinu og eiga góða stund í kirkjunni á sunnudagsmorgni.

Fyrsta Tómasarmessa vetrarins kl. 20. Mig mun ekkert bresta. Fyrsta Tómasarmessa vetrarins er helguð góða hirðinum og mun sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur í Árbæjarkirkju prédika.  Gott tækifæri gefst í Tómasarmessunni til þess að biðja og fá fyrirbæn fyrir því sem hver og einn ber með sér.  Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og lofgjörðina í messunni ásamt sönghópi.  Tómasarmessan er um margt frábrugðin hefðbundinni sunnudagsmessu og er henni ætlað að gefa nýja nálgun og upplifun þátttakenda á orði Guðs og anda.  Eftir messuna er boðið upp á te og molasopa í safnaðarheimilinu þar sem hægt verður að spjalla saman og ræða nánar um efni messunnar við presta, djákna eða aðra sem tóku þátt í messunni.  Verið velkomin í Tómasarmessurnar í vetur!

Gísli Jónasson, 21/9 2016

Föstudagur 23. september

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.  Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Gísli Jónasson, 21/9 2016

Fimmtudagur 22. september

Námskeið í guðfræði Marteins Lúthers í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017. Rit Lúthers: Ánauð viljans er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar. Íslensk þýðing ritsins verður lesin og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Í því er m.a. umfjöllun um þjáningu og endurlausn, fyrirhugun og náð. Kennari á námskeiðinu er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Námskeiðið hefst 22. september kl. 20:00 og er á fimmtudagskvöldum til 24. nóvember.

Gísli Jónasson, 21/9 2016

Miðvikudagur 21. september

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Samvera fyrir eldri borgara. Að þessu sinni verður farið í kynnisferð í Grasagarðinn í Laugardal. Brottför frá kirkjunni kl. 13:30

Kirkjukrakkastarfið kl. 16:00-17:00. Öll 6-9 ára börn velkomin!

TTT kl. 17:30-18:30. Öll 10-12 ára börn velkomin!

Gísli Jónasson, 21/9 2016

Þriðjudagur 20. september

Kl.20.00 – Námskeið um trúarbrögð mannkyns frá upphafi til okkar daga. Leiðbeinandi sr.Þórhallur Heimisson. Í kvöld er fjallað um átrúnað Grikkja og Rómverja.

Þórhallur Heimisson, 20/9 2016

Sunnudagur 18. september

Messa kl.11.00. . Prestur sr.Þórhallur Heimisson. Organisti Örn Magnússon. Fermingarbörn aðstoða ásamt messuhóp. Kór kirkjunnar leiðir söng.

Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma, kl.11.00 í safnaðaraheimilinu.

Þórhallur Heimisson, 14/9 2016

Föstudagur 16. september

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.  Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Þórhallur Heimisson, 14/9 2016

Miðvikudagur 14. september

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Samvera fyrir eldri borgara sem verður alla miðvikudaga í vetur – Sr.Þórhallur spjallar við okkur um merkingu hinna ýmsu tákna kirkjunnar

6- 9 ára starf kl.16.00 -17.

10 – 12 ára starf kl.17.30 -18.30

Þórhallur Heimisson, 13/9 2016

Þriðjudagur 13. september

Kl.20.00 -  “Trúarbrögð heimsins frá upphafi til okkar daga – annar hluti, Egyptaland hið forna og Mesópótamía”. Umsjón hefur sr.Þórhallur Heimisson. Allir eru velkomnir.

Þórhallur Heimisson, 13/9 2016

Sunnudagur 11. september

Messa kl.11.00. Prestur sr.Gísli Jónasson. Organisti Örn Magnússon. Kór krikjunnar leiðir söng. kaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinu og Steinunnar. Biblíusaga, söngur, brúður og börnin fá límmiða á bænaplakatið. Hressing í lokin og kaffisopi fyrir foreldrana.

Guðþjónusta á ensku kl.14.00. ,,Service TOGETHER WITH REFUGEES“ . Fóttafólk  er boðið sérstaklega velkomið. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum prédikar. Morteza Songolzadeh og Amir Shokrgozar, sem eru hælisleitendur og er virkir í kirkjustarfi tala frá eigin brjósti. Sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda þjónar fyrir altari og Örn Magnússon organisti leiðir sálmasöng. Í guðþjónustunni verður rík áhersla lögð á tilvist flóttafólks í þjóðfélaginu sem börn Guðs og samstöðu með þeim. Þau sem vilja sýna flóttafólki vináttu og samstöðu eru velkomin óháð trúarlegri afstöðu. Kaffisopi er eftir guðþjónustuna og verður þar gott tækifæri til að ræða aðstæður fólks á flótta.

 

 

Þórhallur Heimisson, 6/9 2016

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Þórhallur Heimisson og prestur sr. Gísli Jónasson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12.

Þriðjudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 14:30 fermingarfræðsla
Kl. 15:45 fermingarfræðsla

Dagskrá ...