Breiðholtskirkja

 

Pálmasunnudagur 25. mars, fjölskylduguðsþjónusta og Tómasarmessa

Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 á sunnudaginn 25. mars næst komandi. Leiðtogar sunnudagaskólans þær Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir taka á móti börnunum. Prestur verður sr. Magnús Björn Björnsson. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi, te eða djús og meðlæti í safnaðarsalnum.

Tómasarmessa verður kl. 20.  Fjöldi presta, djákna og messuþjóna taka þátt.  Í Tómasarmessu er tækifæri til að taka virkan þátt í bæn og söng.

magnus.bjornsson, 21/3 2018

30 ára vígsluafmæli Breiðholtskirkju 18. mars 2018

Næsta sunnudag kl. 11 verður hátíðarguðsþjónusta í tilefni 30 ára vígsluafmælis Breiðholtskirkju. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, heimsækir söfnuðinn og prédikar. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Eftir guðsþjónustuna verður afmæliskaffi.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma kl. 11 undir stjórn Steinunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur.

Seekers bænastund á ensku kl. 14. Sr. Toshiki Toma heldur utan um stundirnar. Ensku bænastundirnar eru fyrir þá sem af einlægni vilja kynnast kristinni trú.

magnus.bjornsson, 13/3 2018

Sunnudagaskóli, Skaftfellingamessa og ensk bænastund

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þorleifsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur.
Skaftfellingamessa kl. 14. Prestar sr. Ingólfur Hartvigsson, sr. Gísli Jónasson og sr. Magnús Björn Björnsson. Söngfélag Skaftfellinga syngur ásamt kirkjukórum Kirkjubæjarklausturs- og Víkurprestakalla. Organistarnir Brian Haroldsson, Einar Melax og Friðrik Vignir Stefánsson leika og stjórna. Kaffisala eftir messu í umsjá Skaftfellingafélagsins.
Ensk bænastund kl. 15:30. Prestur sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.

magnus.bjornsson, 7/3 2018

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar 4. mars 2018

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er fyrsta sunnudag í mars ár hvert. Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttur og Steinunn Leifsdóttir halda utan um stundina ásamt sr. Sigurjóni Árna Eyjólfssyni. Organisti er Örn Magnússon. Barn verður borið til sírnar.

Kl. 14 er ensk bænastund. Prestur sr. Toshiki Toma. Örn Magnússon organisti spilar.

magnus.bjornsson, 1/3 2018

Fjölskylduguðsþjónusta, Tómasarmessa 25. febrúar 2018

Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 á sunnudaginn 25. febrúar næst komandi. Leiðtogar sunnudagaskólans þær Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir taka á móti börnunum. Prestur verður sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Örn Magnússon spilar á orgel og píanó fallega sálma og söngva. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi, te eða djús og meðlæti í safnaðarsalnum.

Tómasarmessa verður kl. 20. Yfirskrift hennar er Glíman við Guð. Í Tómasarmessu er tækifæri til að taka virkan þátt í bæn og söng.

magnus.bjornsson, 20/2 2018

Konudagskaffi eftir messu á konudegi, sunnudagaskóli og ensk messa

Á konudegi er vaninn að hafa kaffisölu í Breiðholtskirkju strax eftir messu. Það er Hollvinafélag Breiðholtskirkju sem sér um hana. Sunnudagaskóli og messa eru kl. 11. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Umsjón með sunnudagaskóla hefur Steinunn Leifsdóttir. Organisti er Örn Magnússon og félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja.
Ensk messa er kl. 14. Sr. Toshiki Toma messar. Organisti er Örn Magnússon.

magnus.bjornsson, 15/2 2018

Ensk bænastund fellur niður kl. 14, english prayer 1400 hrs cancelled because of bad weather

The english prayer for Seekers will be cancelled because of bad weather conditions.

Enska bænastundin fyrir Seekers fellur niður vegna veðurs.

magnus.bjornsson, 11/2 2018

Messa, sunnudagaskóli og ensk bænastund 11. febrúar 2018

Næsta sunnudag, 11. febrúar, kl. 11:00 eru messa og sunnudagaskóli. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja. Messuhópur fjögur þjónar í messunni. Gídeonmenn koma í heimsókn og kynna félagið. Eftir messu gefst tækifæri til að styrkja hið góða starf Gídeonfélagsins.

Börnin eru í messunni í byrjun og syngja fyrir söfnuðinn áður en þau fara niður í safnaðarsalinn. Umsjón með sunnudagaskólanum er í höndum Steinunnar Leifsdóttur. Eftir messuna er kaffi og te í safnaðarsalnum.

Kl. 14:00, Seekers, ensk bænastund, undir stjórn sr. Toshiki Toma, prests innflytjenda.

 

magnus.bjornsson, 6/2 2018

Messa og sunnudagaksóli 4. febrúar kl. 11, Seekers kl. 14

Næsta sunnudag, 4. febrúar, kl. 11:00 eru messa og sunnudagaskóli. Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja.

Sunnudagaskólinn hefst með þátttöku barnanna í messunni. Þau fara síðan og eiga stund á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón með sunnudagaskólanum er í höndum Steinnunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur. Eftir messuna er kaffi og te í safnaðarsalnum.

Kl. 14:00, Seekers, ensk bænastund, undir stjórn sr. Toshiki Toma, prests innflytjenda.

magnus.bjornsson, 30/1 2018

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og Tómasarmessa kl. 20 sunnudaginn 28. janúar 2018

Fjölskylduguðsþjónusta með söng, brúðuleikriti og myndasýningu kl. 11 á sunnudaginn. Steinunn Þorbergsdóttir, sr. Magnús Björn Björnsson og Örn Magnússon organisti þjóna. Tómasarmessa kl. 20. Yfirskriftin er Gakktu inn í fögnuðinn. Í Tómasarmessu gefst tækifæri til að nálgast Guð á margvíslegan hátt. Velkomin í Tjaldkirkjuna.

magnus.bjornsson, 25/1 2018

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

 

Breðholtskirkja, Þangbakka 5, 109 Reykjavík. Sími 587 1500 , fax 5870185 · Kerfi RSS