Breiðholtskirkja

 

Sunnudagurinn 24. september – Fjölskylduhátíð og Tómasarmessa

Hausthátíð fjölskyldunnar kl.11.00. Hátíðin byrjar með sunnudagaskólafjöri í kirkjunni. Sr.Þórhallur fer með söfnuðinn í indjánaleik. Leikur, andlitsmálun, blöðrur og grillaðar pylsur  ú safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.

On sunday, 24. september, in Breiððholtskirkja we are inviting all families in Breiðholt to our anual autumn festival. We beginn the festival att 11.00 in the church with our family-fun-sunday-school. Then we countinue with games, face-painting, music and barbecued hot-dogs. All families are welcome!

Tómasarmessa kl.20.00    Stór hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar Tómasarmessu og margir sem taka þátt í sjálfri messunni.  Tónlistin er fjölbreytt og á léttum nótum, fyrirbænin á stóran sess í messunni svo að allir þeir sem koma geti fengið að reyna þá blessun sem bæn til Drottins ber með sér.  Tómasarmessan er tækifæri sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Þórhallur Heimisson, 21/9 2017

Föstudagur 22. september

Foreldramorgnar byrja á ný eftir sumarfrí, alla föstudaga milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir

Þórhallur Heimisson, 21/9 2017

Fimmtudagur 21. september

Aumasti hégómi, segir predikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi (pred. 1.2) – Námskeið

Námskeið verður haldið á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar með yfirskriftinni Aumasti hégómi, segir predikarinn,aumasti hégómi, allt er hégómi. (Pred 1.2) Námskeiðið er hluti af Biblíulestrarröð sem er á dagskránni þetta haustið.

Fjallað verður um þetta þekkta rit, predikaran og í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017 verður Guðfræði Marteins Lúthers og útlegging hans á predikaranum í brennidepli. Ásamt áherslum Lúthers verður fjallað um nýjustu rannsóknir og áherslur í ritskýringu ritsins.

Kennari á námskeiðinu er einn afkastamesti fræðimaður íslenskrar guðfræði  og helsti Lúthersfræðingur Íslands dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.  Sigurjón Árni var gestakennari við Guðfræðideildina í Kiel þarsíðasta sumarmisseri og er því hér gott tækifæri til að kynnast því sem hæst ber í guðfræði umræðunni í dag.

Námskeiðið hefst 21. september kl. 20 í Breiðholtskirkju og er á fimmtudagskvöldum til 30. nóvember.

Skráning er á netfangið skraning(hjá)kirkjan.is eða á skriftstofu Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í síma: 567-4810

Þórhallur Heimisson, 21/9 2017

Miðvikudagurinn 20. september

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Starf eldri borgara 13.15. Umsjón í dag hefur sr.Þórhallur Heimisson. Mun hann sýna myndir frá Falun í Svíþjóð þar sem hann starfaði sem sóknarprestur.

Sex til tíu ára starf 16.00-17.00

TTT starf 17.30 -18.30 PS Sr. Þórhallur mætir með heimabakaða skúffuköku!

Þórhallur Heimisson, 19/9 2017

Sunnudagur 17. september

Kl.11.00 Sameiginleg messa Breiðholtskirkju og Eldriborgararáðs. Svala Sigríður Thomsen djákni predikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Þórhalli Heimissyni og Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna. Kór Breiðholtskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Arnar Magnússonar. Einsöng flytur Marta Guðrún Halldórsdóttir. Eldriborgarar og fermingarbörn aðstoða við messuna. Eftir stundina verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir innilegar velkomnir og takið með ykkur gesti.

Kl.11.00 Sunnudagaskóli í umsjón Steinunnar og Steinunnar. Við byrjum stundina í kirkjunni og höldum síðan til safnaðarheimilisins eftir upphhafssöng. Kór Breiðholtskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Arnar Magnússona

Kl.15.00 Ensk messa. Prestur séra Thosiki Toma.

Þórhallur Heimisson, 12/9 2017

Föstudagurinn 15. september

Foreldramorgnar byrja á ný eftir sumarfrí, alla föstudaga milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir

Þórhallur Heimisson, 12/9 2017

Miðvikudagur 13. september

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Starf eldri borgara 13.15. Umsjón í dag hefur sr.Þórhallur Heimisson. Mun hann sýna myndir frá Falun í Svíþjóð þar sem hann starfaði sem sóknarprestur.

Sex til tíu ára starf 16.00-17.00

TTT starf 17.30 -18.30

Þórhallur Heimisson, 12/9 2017

Sunnudagur 10. september

Messa kl.11.00. Prestur sr.þórhallur Heimisson og fjallar hann um samfélagslega ábyrgð kirkjunnar. Organisti Örn Magnússon. Kór kirkjunnar syngur. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Sunnudagaskóli kl.11.00. Umsjón Steinunn og Steinunn. Söngur, sögur og myndir. Börnin byrja stundina í kirkjunni en halda síðan í safnaðarheimilið.

Þórhallur Heimisson, 6/9 2017

Föstudagurinn 8. september

Foreldramorgnar byrja á ný eftir sumarfrí, alla föstudaga milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir

Þórhallur Heimisson, 6/9 2017

Sunnudagur 2. september

Kl.11.00 Guðsþjónusta. Fermingarbörn vetrarins og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. Prestur er sr.Þórhallur Heimisson. Organisti Örn Magnússon. Fullskipaður kór kirkjunnar syngur.

Eftir guðsþjónustuna er Foreldrafundur fyrir foreldra og fermingarbörn þar sem vetrarstarfið er kynnt.

Kl.11.00 SUNNUDAGASKÓLINN BYRJAR AFTUR! Börn mæta ásamt foreldrum til guðsþjónustunnar en fara síðan með leiðtogum sunnudagaskólans í ssafnaðarheimilið eftir fyrsta sálm. Allir hittast svo í kaffi og djús eftir guðsþjónustu og sunnudagaskóla. Leiðtogar starfsins eru þeir sömu og áður, þær Steinunn og Steinunn! Nýtt efni barnastarfsins verður kynnt. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á barnatru.is.

Fjölmennum til kirkju og byrjum vetrarstarfið með glæsibrag!

Þórhallur Heimisson, 30/8 2017

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Þórhallur Heimisson og prestur sr. Gísli Jónasson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12.

Sunnudagur

Kl. 11:00 messa
Kl. 11:00 sunnudagaskóli

Dagskrá ...