Breiðholtskirkja

 

Styrktartónleikar vegna hjólastólalyftu 24. okt. kl. 20

Styrktartónleikar verða haldnir í Breiðholtskirkju 24. október kl. 20. Allur ágóði rennur til uppsetningar hjólastólalyftu. Miðaverð kr. 3000.

Fram koma: Jazztríóið Jamm. En í því eru Jónas Þórir, píanó, Ómar Einarsson, gítar og Jón Rafn, bassi.  Söngvararnir Egill Ólafsson, Gréta Salóme og María Magnúsdóttir. Hjónin Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Matthías Baldursson eða Matti sax syngja. Stórsveit Íslands spilar ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur. Stjórnandi er Daði Þór Einarsson. Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar organista mun hefja tónleikana.

magnus.bjornsson, 27/9 2018 kl. 11.05

     

    Breðholtskirkja, Þangbakka 5, 109 Reykjavík. Sími 587 1500 , fax 5870185 · Kerfi RSS