Breiðholtskirkja

 

Fermingar 2018

 

Innritun fermingarbarna fór fram í safnaðaðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn 31. ágúst milli 16 og 17.

Vorið 2018 verður fermt sunnudaginn 8. apríl, fyrsta sunnudag eftir páska, kl. 13:30, sunnudaginn 15. apríl, annan sunnudag eftir páska, kl. 13:30 og sunnudaginn 20. maí, hvítasunnudag, kl. 11.

Sóknarprestur kirkjunnar gefur allar nánari upplýsingar um fermingarstarfið, en öllum börnum sem fædd eru 2004 og skráð eru í Þjóðkirkjuna og tilheyra Breiðholtssókn var sent bréf með upplýsingum um fermingarfræðsluna um miðjan ágúst.

Fermingarstarfið hófst með vinnudegi fermingarbarnanna laugardaginn 2. september kl. 10-13 og síðan messu sunnudaginn 3. september kl. 11. Að henni lokinni var foreldrafundur þar sem hægt var að bóka fermingardaga.

Fræðslan verður vikulega á þriðjudögum kl. 15:00 og farið var á fermingarnámskeið í Vatnaskógi 12.-13. september.

Fermingarfræðslan hefst 16. janúar 2018 kl. 15:00 eftir jólafrí. 

     

    Breðholtskirkja, Þangbakka 5, 109 Reykjavík. Sími 587 1500 , fax 5870185 · Kerfi RSS