Breiðholtskirkja

 

Guðsþjónusta 14. september

Guðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 14. september.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, flauturleikari Tristan Cardew.  Kór Breiðholtskirkju syngur.  Ath.  guðsþjónustunni verður útvarpað á rás 1 og prédikunin birt á tru.is.  Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á léttar veitingar, súpu og brauð, í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu þar sem fjársjóðsleitin heldur áfram.

Bryndís Malla Elídóttir, 12/9 2008

Kirkjuprakkara og TTT að byrja

Kirkjuprakkarar er starf fyrir alla krakka á aldrinum 7-9 ára.  Samverurnar eru á miðvikudögum kl. 16 og er dagskrá þeirra fjölbreytt og skemmtileg.  Boðið er upp á fylgd frá Bakkaseli fyrir þau börn sem eru þar.

TTT er fyrir tíu til tólf ára krakka og fyrsta samvera þeirra er á fimmtudaginn 11. september kl. 17.

Bryndís Malla Elídóttir, 10/9 2008

Nýtt í Breiðholtskirkju – messuhópar

Nú er verið að vinna að undirbúningi messuhópa í kirkjunni.  Þetta er starf sem hefur gefið góða raun í nokkrum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu og byggist á því að þátttakendur undirbúa messu sunnudagsins í sameiningu og taki þátt í henni eftir því sem hver og einn kýs.  Skuldbindingin er ekki mikil eða þátttaka í tveimur messum fyrir áramót.  Ef þú hefur áhuga á gefandi og skemmtilegu kirkjustarfi þar sem þú getur strax haft áhrif á þjónustu kirkjunnar þá er messuhópur góður kostur.  Prestar kirkjunnar gefa allar nánari upplýsingar og einnig má senda póst á  srgisli@kirkjan.is

Bryndís Malla Elídóttir, 9/9 2008

Messa 7. september

Sunnudaginn 7. september verður kynningarmessa kl. 11 fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra.  Þá verða fermingarbörnin boðin velkomin til þátttöku í fermingarfræðslunni sem bæði fer fram í fræðslustundunum á virkum dögum og með þátttöku í helgihaldi safnaðarins.  Eftir messuna verður stuttur fundur í safnaðarheimilinu þar sem kynnt verður nánar fyrirkomulag fræðslunnar í vetur.

Sunnudagaskólinn er byrjaður og er alla sunnudaga kl. 11. Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 4/9 2008

Sunnudagaskólinn að hefjast

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður næstkomandi sunnudag 31. ágúst kl. 11.  Þá fá öll börn afhenta fallega kirkjubók sem heitir Fjársjóðsbókin.   Í bókinni eru sögur af Mýslu og Músapésa sem munu taka mikinn þátt í sunnudagaskólanum í vetur.   En sjón er sögu ríkari og því hvetjum við öll börn til að koma í kirkjuna og kynnast starfinu af eigin raun.

Sunnudagaskólinn er samhliða messunni og eru allir saman í upphafi hennar en síðan fara börnin niður í safnaðarheimili og eiga sína stund þar.   Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 27/8 2008

Sunnudagurinn 24. ágúst

Messa næsta sunnudag 24. ágúst kl. 11.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, félagar úr kór kirkjunnar syngja.  Kaffisopi og hressing í safnaðarheimilinu að lokinni messu.  Guðspjallstexti dagsins er úr Lúkasarguðspjalli 17. kafla vers 11 til 19 og hefur yfirskriftina hvar eru hinir níu?

Bryndís Malla Elídóttir, 21/8 2008

Messa sunnudaginn 17. ágúst

Fyrsta messa eftir sumarleyfi verður sunnudaginn 17. ágúst kl. 11.  Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs og félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða almennan safnaðarsöng.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. 

Bryndís Malla Elídóttir, 11/8 2008

Fermingar 2009

Innritun væntanlegra fermingarbarna 2009 fer fram í safnaðarheimili Breiðholtskirkju fimmtudaginn 28. ágúst kl. 16.  Fyrsta samvera fermingarbarnanna verður laugardaginn 6. september frá kl. 11 til 15:30 og kynningarmessa fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra sunnudagnn 7. september kl.11.  Að lokinni messu verður stuttur fundur í safnaðarheimilinu þar sem fyrirkomulag fræðslunnar verður kynnt nánar.  Frá og með þriðjudeginum 9. september verða fermingarfræðslutímarnir einu sinni í viku. Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 11/8 2008

Sumarleyfi

Vegna sumarleyfa er gert hlé á messum í Breiðholtskirkju fram í ágúst.  Fyrsta messa eftir sumarleyfi verður 17. ágúst kl. 11.  Í allt sumar verða kyrrðarstundirnar á sínum stað i hádeginu á miðvikudögum.  Prestar kirkjunnar leysa hvorn annan af í sumar og er alltaf prestur við á auglýstum viðtalstíma. Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 3/7 2008

Sunnudagurinn 29. júní

Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng.  Kaffisopi eftir messu í safnaðarheimilinu.  Þetta er síðasta messan fyrir sumarleyfi starfsfólks kirkjunnar en gert verður messuhlé fram í ágúst og er sá tími er notaður til þess að annast nauðsynlegt viðhald kirkjunnar.   Kirkjan er hins vegar opin í allt sumar og prestur ávallt tiltækur á viðtalstíma,  þriðjudaga til föstudaga milli 11 og 12.   Einnig eru kyrrðarstundirnar áfram á miðvikudögum í allt sumar. 

Bryndís Malla Elídóttir, 26/6 2008

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Þórhallur Heimisson og prestur sr. Gísli Jónasson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12.

Föstudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 10-12 foreldramorgunn

Dagskrá ...