Breiðholtskirkja

 

Gleðilegt ár

Gamla árið verður kvatt með aftansöng á gamlárskvöld kl. 18, prestur:  Sr. Bryndís Malla Elídóttir, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs organisti.  Það er gott að geta þakkað fyrir liðið ár og horft með vongleði trúarinnar fram til nýs árs sem fagnað verður í kirkjunni með hátíðarmessu á nýársdag kl. 14.  Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari, organisti kirkjunnar stjórnar kirkjukórnum sem leiðir almennan safnaðarsöng. 

Sunnudagaskólinn hefst aftur á nýju ári sunnudaginn 11. janúar 2009

Bryndís Malla Elídóttir, 30/12 2008

Helgihald um jól og áramót

Aðfangadagskvöld:  Aftansöngur kl. 18, hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Prestur sr. Gísli Jónasson, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs,  Halla Margrét Árnadóttir syngur stólvers.

Jóladagur:  Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs, sungið verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Stólvers flytur Halla Margrét Árnadóttir.

Annar jóladagur:  Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14, prestar kirkjunnar þjóna.  Eldri barnakórinn syngur og börn úr kirkjuprökkurunum flytja helgileik. 

Sunnudagur milli jóla og nýárs:  Tómasarmessa kl. 20

Gamlárskvöld:  Aftansöngur kl. 18, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir

Nýársdagur:  Hátíðarmessa með altarisgöngu kl. 14, prestur sr. Gísli Jónaason.  Kór kirkjunnar syngur í öllum hátíðarmessunum undir stjórn organista kirkjunnar Julian E. Isaacs.

Bryndís Malla Elídóttir, 19/12 2008

Jólasöngvar fjölskyldunnar

Fjórða sunnudag í aðventu 21. desember kl. 11 verða jólasöngvar fjölskyldunnar.  Þá mun yngri barnakór kirkjunnar syngja nokkur jólalög, sögð verður jólasaga og jólaboðskapurinn hugleiddur.  Einnig verður tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar.  Jólasöngvar fjölskyldunnar eru tilvalið tækifæri til þess að koma til kirkju og minna sig á að jólastemninguna eigum við jólabarninu að þakka, sem færir okkur hinn sanna frið og blessun jólanna.  Prestur sunnudagsins er sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs en einnig munu þau Nína Björg Vilhelmsdóttir og Jóhann Axel Schram Reed taka þátt í stundinni.   Öll börn fá glaðning frá kirkjunni og að sjálfsögðu veður kaffisopi og önnur hressing í safnaðarheimilinu þegar stundinni lýkur.

Bryndís Malla Elídóttir, 16/12 2008

Þriðji sunnudagur í aðventu

14. desember verður messa kl. 11,  prestur sr. Gísli Jónasson, kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Julian E. Isaacs.  Sálmarnir sem sungnir verða eru nr. 539, 560, 67, 70, 55 og 69.  Kaffisopi og piparkökur í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Jólasunnudagaskóli kl. 11, jólasögur, jólasöngvar, jólaföndur og margt fleira.  Börn á öllum aldri velkomin.  Umsjón með sunnudagaskólanum 14. desember hafa þau Nína og Jóhann

Bryndís Malla Elídóttir, 12/12 2008

Halló kirkjuprakkarar

Jæja kæru vinkonur og vinir, nú styttist í jólin.  Á morgun, miðvikudaginn 10. desember verður jólafundur kirkuprakkaranna og það er síðasti fundurinn fyrir jól.  Sunnudagaskólinn verður á hverjum sunnudegi fyrir jól og vonandi eigum við öll eftir að hittast í honum.

Æfingar fyrir helgileikinn hafa gengið ótrúlega vel, þetta verður mjög hátíðlegt hjá okkur á annan dag jóla.  Allir sem ætla að taka þátt í helgileiknum eiga að vera mættir klukkan 13:30 26. desember í kirkjuna.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 9/12 2008

JÓLASAMVERA

Á morgun miðvikudag klukkan 13:30 verður jólasamvera okkar í hópnum Maður er manns gaman.  Það er dýrmætt að geta komið saman á aðventunni og fá að njóta félagsskapar hvers annars.

Allir eru hjartanlega velkomnir.  Hikið ekki við að taka með ykkur vini og kunningja.

Við minnum á að kyrrðarstundirnar sem eru á hverjum miðvikudegi og hefjast klukkan 12:00.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 9/12 2008

Annar sunnudagur í aðventu

7. desember mun Gerðubergskórinn syngja við messu kl. 11, stjórnarndi kórsins er Kári Friðriksson.  Þetta er 15. árið í röð sem Gerðubergskórinn syngur við messu þennan sunnudag og er mikil ánægja með þetta góða samstarf við félagsstarfið í Gerðubergi.  Við upphaf messunnar mun Anna Stefánsdóttir kveikja á aðventukertunum með 2 ára barnabarni sínu Jakobínu Björk Jónasdóttur.   Þá mun Sigurlaug Guðmundsdóttir flytja aðventuljóð eftir Ásgerði Ingimarsdóttur.  Ritningarlestra mun Anna Magnea Jónsdóttir lesa ásamt félögum úr félagsstarfinu í Gerðubergi.  Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskólinn er kl. 11, jólasöngvar, jólasaga, djús og piparkökur.

Bryndís Malla Elídóttir, 4/12 2008

Pílagrímaganga 4. desember með TTT

Nýtt kirkjuár hófst síðastliðinn sunnudag, á fyrsta sunnudegi í aðventu.   Með nýju ári fögnum við  nýju upphafi þar sem við fáum tækifæri til að endurnýjast sem Guðs góða sköpun.  Á slíkum tímamótum er gott að hugleiða hvaða þýðingu nýtt kirkjuár hefur fyrir okkur.  Hugleiða eigin trú og biðja þess að hún megi styrkjast og eflast Drottni til dýrðar á nýju kirkjuári.  Af því tilefni verður efnt til pílagrímagöngu frá Breiðholtskirkju fimmtudaginn 4. desember kl. 17:15. Pílagrímaferðir eru gömul hefð í flestum kristnum kirkjudeildum.  Sú breyting hefur orðið á hefðinni að í dag liggur leiðin ekki endilega til helgra staða; lokastaðurinn er ekki markmiðið í sjálfu sér.  Fremur er það pílagrímagangan sjálf sem er orðin aðalatriðið.   Sú verður einmitt reyndin í pílagrímagöngunni  nk. fimmtudag.  Börn úr TTT starfi Breiðholtskirkju munu taka þátt í göngunni  þar sem horft verður til umhverfis kirkjunnar um leið og sköpunarsagan úr I. Mósebók verður lesin.  Áætlað er að gangan taki 30 mínútur og því ættu allir fjölskyldumeðlimir að geta komið með.   Eftir gönguna getur göngufólk komið inn í safnaðarheimilið og átt þar notalega stund saman. 

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 3/12 2008

Aðventukvöld 30. nóvember

Fyrsta sunnudag í aðventu 30. nóvember verður aðventukvöld kl. 20.  Dagskráin er fjölbreytt bæði í tali og tónum.  Ræðumaður kvöldsins verður Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður.  Kirkjukór Breiðholtskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng og Kvennakór Reykjavíkur flytur tvö aðventulög.  Fermingarbörn sýna helgileik út frá friðarbæn Frans frá Assisí.  Eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu og gefst þá kostur á að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar.  Einnig verða seld friðarljós Hjálparstarfsins í anddyri kirkjunnar.  Hefjum jólaundirbúninginn í sameiningu að kvöldi fyrsta sunnudags í aðventu.

Bryndís Malla Elídóttir, 27/11 2008

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Fyrsta sunnudag í aðventu verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku eldri barnakór kirkjunnar.  Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu, spádómskertinu, og sungin nokkur jólalög.  Einnig munu börnin hjálpast að við að setja upp “Betlehemfjárhúsið” og er það alltaf hátíðleg stund.  Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á piparkökur, kaffi og djús í safnaðarheimilinu.

Bryndís Malla Elídóttir, 26/11 2008

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

Miðvikudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 12:00 kyrrðarstund
Kl. 13:15 samverur eldri borgara (annan hvern miðvikudag)
Kl. 16:00 kirkjukrakkar
Kl. 17:30 TTT
Kl. 19:30 kóræfing

Dagskrá ...