Breiðholtskirkja

 

Sumarleyfi

Vegna sumarleyfa er gert hlé á messum í Breiðholtskirkju fram í ágúst.  Fyrsta messa eftir sumarleyfi verður 17. ágúst kl. 11.  Í allt sumar verða kyrrðarstundirnar á sínum stað i hádeginu á miðvikudögum.  Prestar kirkjunnar leysa hvorn annan af í sumar og er alltaf prestur við á auglýstum viðtalstíma. Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 3/7 2008

Sunnudagurinn 29. júní

Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng.  Kaffisopi eftir messu í safnaðarheimilinu.  Þetta er síðasta messan fyrir sumarleyfi starfsfólks kirkjunnar en gert verður messuhlé fram í ágúst og er sá tími er notaður til þess að annast nauðsynlegt viðhald kirkjunnar.   Kirkjan er hins vegar opin í allt sumar og prestur ávallt tiltækur á viðtalstíma,  þriðjudaga til föstudaga milli 11 og 12.   Einnig eru kyrrðarstundirnar áfram á miðvikudögum í allt sumar. 

Bryndís Malla Elídóttir, 26/6 2008

Vinsælar kyrrðarstundir

Alla miðvikudaga eru kyrrðarstund í hádeginu í Breiðholtskirkju.  Þessar stundir eru vel sóttar nú yfir hásumarið.  Margir nota helgarnar til þess að bregða sér út úr bænum og þá eru þessar stundir í miðri viku kærkomið tækifæri til þess að koma í kirkju, hlusta á Guðs orða og þiggja máltíð Drottins.  Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. 

Bryndís Malla Elídóttir, 26/6 2008

Sunnudagurinn 22. júní

Guðsþjónusta kl. 11, prestur sr. Gísli Jónasson.  Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs, stólvers syngur Gunnhildur Halla Baldursdóttir.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna.  Ath. guðsþjónustunni verður útvarpað á rás 1.

Bryndís Malla Elídóttir, 19/6 2008

Fyrsti fundur sóknarnefndarinnar

Nýkjörin sóknarnefnd kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 18. júní.  Fyrir fundinum lá að skipa ritara og tók Anna M. Axelsdóttir að sér að vera ritari sóknarnefndarinnar og eiga þar með einnig sæti í framkvæmdanefnd kirkjunnar.  Framkvæmdanefndina skipa formaður, gjaldkeri og ritari auk þess sem sóknarprestur situr fundi nefndarinnar.  Fyrir nefndinni liggur að skoða starfsmannamál kirkjunnar fyrir næsta starfsvetur auk þess sem farið verður í nauðsynlegt viðhald á kirkjunni í sumar.  Á fundi sóknarnefndarinnar var hugmyndin um messuhópana kynnt fyrir nýju sóknarnefndarfólki og var eindreginn vilji og áhugi nefndarinnar til þess að fylgja hugmyndinni eftir í haust.  Næsti fundur sóknarnefndarinnar verður haldinn eftir sumarleyfi. 

Bryndís Malla Elídóttir, 19/6 2008

Sunnudagurinn 15. júní

Messa kl. 11, prestur sr. Gísli Jónasson.  Sönghópur úr kirkjukór Breiðholtskirkju leiðir almennan söng undir stjórn Julian E. Isaacs.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messu. 

Bryndís Malla Elídóttir, 13/6 2008

Kyrrðarstund í hádeginu

Alla miðvikudaga er kyrrðarstund kl. 12 í kirkjunni.  Stundin hefst á orgelleik, síðan er ritningarlestur, hugleiðing, máltíð Drottins og fyrirbæn.  Prestar kirkjunnar taka á móti bænarefnum í síma 587 1500.  Að lokinni kyrrðarstund er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarsal kirkjunnar.

Bryndís Malla Elídóttir, 9/6 2008

Síðasta bænaguðsþjónustan

Í dag verður síðasta bænaguðsþjónustan á þriðjudögum í Breiðholtskirkju.  Lengi vel voru bænaguðsþjónusturnar á þriðjudögum kl. 18 en færðust síðan fram um hálftíma, en þessar guðsþjónustur hafa verið í Breiðholtskirkju allt frá því kirkjan var vígð árið 1988 eða í tuttugu ár.  Á þeim tíma hefur verið beðið fyrir fjölmörgum í þessum guðsþjónustum og margir sem komið hafa og tekið þátt, þó að fámennt hafi verið í bænaguðsþjónustunum að undan förnu.  Næsta haust verða ákveðnar breytingar á helgihaldi kirkjunnar með tilkomu messuhópanna. 

Kyrrðarstundirnar verða áfram á sínum stað á miðvikudögum kl. 12, þar er einnig fyrirbænaþjónusta.

Bryndís Malla Elídóttir, 3/6 2008

Kynningarfundir fyrir messuhópa

Á komandi hausti verður stefnt að því að svokallaðir messuhópar undirbúi og taki þátt í sunnudagsmessum safnaðarins.   Þetta hefur verið reynt í nokkrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og alls staðar gefið góða raun.   Kynningarfundir fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar verða haldnir í safnaðarsal Breiðholtskirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 17:15 og 18:15 og fimmtudaginn 29. maí kl. 17:15 og 18:15.  Um er að ræða hálftíma kynningu og er að sjálfsögðu nóg að mæta á einn af þessum kynningarfundum.  Þar verður hægt að fá allar nánari upplýsingar og einnig verður hægt að skrá sig í messu- og/eða veitingahópa.   

Bryndís Malla Elídóttir, 27/5 2008

Endurbættur vefur Breiðholtskirkju

Endurbættur vefur Breiðholtskirkju hefur nú verið settur upp.

Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 26/5 2008

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson s. 8919840.
Viðtalstímar þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12 eða eftir samkomulagi. Sími 587 1500.
Prestur innflytjenda: Sr. Toshiki Toma
Héraðsprestur: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
Prófastur: sr. Gísli Jónasson
Framkvæmdastjóri Eldri borgararáðs: Þórey Dögg Jónsdóttir

Fimmtudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 20:00 fræðslukvöld frá október 2018.

Dagskrá ...