Breiðholtskirkja

 

Konudagskaffi eftir messu á konudegi, sunnudagaskóli og ensk messa

Á konudegi er vaninn að hafa kaffisölu í Breiðholtskirkju strax eftir messu. Það er Hollvinafélag Breiðholtskirkju sem sér um hana. Sunnudagaskóli og messa eru kl. 11. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Umsjón með sunnudagaskóla hefur Steinunn Leifsdóttir. Organisti er Örn Magnússon og félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja.
Ensk messa er kl. 14. Sr. Toshiki Toma messar. Organisti er Örn Magnússon.

magnus.bjornsson, 15/2 2018

Ensk bænastund fellur niður kl. 14, english prayer 1400 hrs cancelled because of bad weather

The english prayer for Seekers will be cancelled because of bad weather conditions.

Enska bænastundin fyrir Seekers fellur niður vegna veðurs.

magnus.bjornsson, 11/2 2018

Messa, sunnudagaskóli og ensk bænastund 11. febrúar 2018

Næsta sunnudag, 11. febrúar, kl. 11:00 eru messa og sunnudagaskóli. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja. Messuhópur fjögur þjónar í messunni. Gídeonmenn koma í heimsókn og kynna félagið. Eftir messu gefst tækifæri til að styrkja hið góða starf Gídeonfélagsins.

Börnin eru í messunni í byrjun og syngja fyrir söfnuðinn áður en þau fara niður í safnaðarsalinn. Umsjón með sunnudagaskólanum er í höndum Steinunnar Leifsdóttur. Eftir messuna er kaffi og te í safnaðarsalnum.

Kl. 14:00, Seekers, ensk bænastund, undir stjórn sr. Toshiki Toma, prests innflytjenda.

 

magnus.bjornsson, 6/2 2018

Messa og sunnudagaksóli 4. febrúar kl. 11, Seekers kl. 14

Næsta sunnudag, 4. febrúar, kl. 11:00 eru messa og sunnudagaskóli. Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja.

Sunnudagaskólinn hefst með þátttöku barnanna í messunni. Þau fara síðan og eiga stund á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón með sunnudagaskólanum er í höndum Steinnunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur. Eftir messuna er kaffi og te í safnaðarsalnum.

Kl. 14:00, Seekers, ensk bænastund, undir stjórn sr. Toshiki Toma, prests innflytjenda.

magnus.bjornsson, 30/1 2018

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og Tómasarmessa kl. 20 sunnudaginn 28. janúar 2018

Fjölskylduguðsþjónusta með söng, brúðuleikriti og myndasýningu kl. 11 á sunnudaginn. Steinunn Þorbergsdóttir, sr. Magnús Björn Björnsson og Örn Magnússon organisti þjóna. Tómasarmessa kl. 20. Yfirskriftin er Gakktu inn í fögnuðinn. Í Tómasarmessu gefst tækifæri til að nálgast Guð á margvíslegan hátt. Velkomin í Tjaldkirkjuna.

magnus.bjornsson, 25/1 2018

Kveðjumessa séra Gísla Jónassonar sunnudaginn 21.janúar kl. 11

Séra Gísli Jónasson, sem hefur þjónað Breiðholtssókn sl. 32 ár lætur nú af störfum sem sóknarprestur. Hann kveður söfnuðinn í messu á sunnudaginn kl. 11. Eftir messu býður sóknarnefndin til kveðjuhófs í safnaðarsalnum. Sunnudagaskóli verður á sínum stað kl. 11. Séra Gísli mun prédika, en séra Magnús Björn Björnsson, settur sóknarprestur, þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna og messuþjónum. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista.

magnus.bjornsson, 19/1 2018

Messa og sunnudagaskóli 14. janúar 2018 kl. 11

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Börnin byrja í messunni og fara svo niður í safnaðarheimili. Messan er árleg áramótaguðsþjónusta á vegum Eldri borgararáðs. Sr. Magnús Björn Björnsson, nýr sóknarprestur, þjónar fyrir altari og prédikar. Djáknarnir Þórey Dögg Jónsdóttir og Linda Jóhannsdóttir þjóna einnig ásamt messuþjónum. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Einsöngvari er Sigvaldi Helgi Gunnarson. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á veitingar í safnaðarsal.

magnus.bjornsson, 9/1 2018

Sunnudagur 7. janúar 2018

Ensk bænastund kl.14.00. Prestur sr. Toshiki Toma

Gísli Jónasson, 5/1 2018

Þriðji í jólum 27. desember

Fyrirbænamessa kl.12.00.  Prestur sr.Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson, 22/12 2017

Annar í jólum 26. desember

Fjölskylduguðsþjónusta kl.14.00

Börn úr barnastarfi kirkjunnar sýna helgileik

Organisti Örn Magnússon

Prestur sr. Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson, 22/12 2017

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

Föstudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 10-12 foreldramorgunn

Dagskrá ...