Breiðholtskirkja

 

Ensk bænastund, prayer and worship service in english

Ensk bænastund verður sunnudaginn 10. júní kl. 14:00. Prestur sr. Toshiki Toma. Kaffisopi eftir stundina.

Prayer and worship service June 10, at 14:00 with rev. Toshiki Toma. Coffie and tea after the service.

magnus.bjornsson, 5/6 2018

Göngumessur í júní í Breiðholti

Göngumessur á milli kirkna í Breiðholti verða 10., 17. og 24. júní.

10. júní kl. 10:00 verður gengið frá Seljakirkju og að Fella- og Hólakirkju. Þar hefst messa kl. 11:00. Kaffisopi eftir messu og akstur að Seljakirkju.

17. júní kl. 10:00 verður gengið frá Fella- og Hólakirkju og að Breiðholtskirkju. Þar hefst messa kl. 11:00. Kaffisopi eftir messu og akstur að Fella- og Hólakirkju.

24. júní kl. 10:00 verður gengið frá Breiðholtskirkju og að Seljakirkju. Þar hefst messa kl. 11:00. Kaffisopi eftir messu og akstur að Breiðholtskirkju.

 

magnus.bjornsson, 5/6 2018

Messa kl. 11 og ensk bænastund kl. 14 sunnudaginn 3. júní

Messa er kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Douglas A Brotchie og stjórnar hann félögum úr Kór Breiðholtskirkju. Léttur málsverður eftir messu. 

Ensk bænastund kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Kaffisopi eftir stundina.

magnus.bjornsson, 30/5 2018

Sunnudagur 27. maí, messa og aðalsafnaðarfundur

Sunnudaginn 27. maí er þrenningarhátíð. Messa kl. 11. Séra Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Félagar úr Söngsveitinni Ægisif syngja undir stjórn Arnar Magnússonar organista.

Eftir messu er létt hressing.

Kl. 12:30 er aðalsafnaðarfundur í safnaðarsal kirkjunnar. Venjuleg aðalfundastörf.

magnus.bjornsson, 22/5 2018

Aðalsafnaðarfundur Breiðholtssóknar 27. maí 2018

Aðalsafnaðarfundur Breiðholtssóknarverður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar

kl. 12:30 þann 27. maí 2018

Dagskrá:

 1. 1.     Fundarsetning, ritningarlestur og upphafsbæn.
 2. 2.     Kosning fundarstjóra og ritara.
 3. 3.     Skýrsla sóknarnefndar.
 4. 4.     Ársreikningur 2016.
 5. 5.     Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
 6. 6.     Skýrsla sóknarprests.
 7. 7.     Skýrslur starfsmanna.
 8. 8.     Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra.
 9. 9.     Kosning sóknarnefndar.
 10. 10.  Kosning kjörnefndar.
 11. 11.  Kosning í aðrar nefndir og ráð.
 12. 12.  Önnur mál.
 13. 13.  Fundarslit og bæn.

magnus.bjornsson, 22/5 2018

Hvítasunnudagur 20. maí kl. 11, hátíðarguðsþjónusta. Ensk bænastund (english worship and prayer) kl. 14

Á hvítasunnudag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Eitt barn verður fermt. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar, organista, syngur.

Ensk bænastund kl. 14. Prestur innflytjenda, sr. Toshiki Toma, leiðir stundina. Undirleik annast Örn Magnússon, 0rganisti.

English prayer and worship service at 1400. Rev. Toshiki Toma leads the service and Örn Magnusson leads the worship. All are welcome.

magnus.bjornsson, 16/5 2018

Guðsþjónusta kl. 11 og Seekers bænastund sunnudaginn 13. maí 2018

Á sunnudaginn er guðsþjónusta kl. 11. Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr kórnum Ægisif syngja. Kaffi og samfélag eftir guðsþjónustuna.

Kl. 14 er Seekers bænastund. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda prédikar. Örn Magnússon, organisti, leikur undir söng.

magnus.bjornsson, 9/5 2018

Uppstigningardagur, dagur eldri borgara í kirkjunni 10. maí kl. 11

Útvarpsguðsþjónusta á degi eldriborgara verður kl. 11 í Breiðholtskirkju. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Sr. Þórir Stephensen prédikar. Örn Magnússon organisti stjórnar Kór Breiðholtskirkju. Lesarar verða Anna Matthildur Axelsdóttir, Markús Þ. Þórhallsson og Steinunn Þorbergsdóttir.

magnus.bjornsson, 7/5 2018

Safnaðarferð Breiðholtskirkju, Seekers bænastund og kaffisala Fáskrúðsfirðingafélagsins 6. maí 2018

Safnaðarferð Breiðholtskirkju. Farið kl. 09:30 og ekið á Hvolsvöll. Þar verður Breiðabólstaðarkirkja heimsótt, Eldfjallastetrið skoðað og snæddur góður hádegisverður. Heimkoma milli 17 og 18.

Seekers bænastund í kirkjunni kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma.

Kaffisala Fáskrúðsfirðingafélagsins kl. 14 í Safnðarsal Breiðholtskirkju.

magnus.bjornsson, 4/5 2018

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Tómasarmessa kl. 20, sunnudaginn 29. apríl 2018

Á sunnudaginn höldum við upp á lok vetrarstarfsins hjá sunnudagaskólanum, í 6-9 ára starfinu og TTT. Eftir guðsþjónustuna grillum við pylsur og leikum okkur inni eða úti eftir veðri. Séra Magnús Björn Björnsson og Steinunn Þorbergsdóttir sjá um stundina ásamt Erni Magnússyni organista.

Tómasarmessa kl. 20. Yfirskriftin er: Þiggjum gjöfina! Í Tómasarmessum gefst gott tækifæri til að biðja fyrir öðrum og fá fyrirbæn.

magnus.bjornsson, 24/4 2018

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson s. 8919840.
Viðtalstímar þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12 eða eftir samkomulagi. Sími 587 1500.
Prestur innflytjenda: Sr. Toshiki Toma
Héraðsprestur: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
Prófastur: sr. Gísli Jónasson
Framkvæmdastjóri Eldri borgararáðs: Þórey Dögg Jónsdóttir

Fimmtudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 20:00 fræðslukvöld frá október 2018.

Dagskrá ...