Breiðholtskirkja

 

Fimmtudagur 4. maí

Lútersnámskeið verður haldið 4. og 10. maí. 

Fyrra kvöldið, 4. maí er í umsjá dr.dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Kallast erindi hans „Raunsæ lífshamingja“ – Túlkun Marteins Lúthers á Prédikaranum. Þar mun Sigurjón leiða okkur gegnum kenningu Lúters í ljósi Predikarans og spegla hann í samtíma okkar.

Síðara kvöldið, 10. maí, er í umsjón sr.þórhalls Heimissonar og nefnir hann erindi sitt: „Hrunaárið 1527 og ábyrgð Lúters“. Mun hann skoða viðbrögð Lúters við uppreisn bænda gegn kúgun aðalsins og ábyrgð hans á fjöldamorðunum sem fylgdu í kjölfarið, umsátur Þjóðverja um Róm og eyðingu borgarinnar í kjölfarið og innrás Tyrkja í Evrópu, en allt gerðist þetta árin 1524- 1527.

Námskeiðið byrjar kl.20.00 og er öllum opið.

Þórhallur Heimisson, 3/5 2017

Miðvikudagur 3. maí

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Þórhallur Heimisson, 3/5 2017

Sunnudagur 30. apríl

Kl.11.00 Vorhátíð kirkjustarfsins. Fjölskylduguðsþjónusta með söng og gleði og leik. Prestur sr.Þórhallur Heimisson. Grillaðar pylsur að hætti hússins í boði sóknarnefndar eftir stundina. Allir hjartanlega velkomnir

Kl.14.00 Fáskrúðsfjarðarmessa. Prestur sr.Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Kór og organisti Fáskrúðsfjarðarkirkju leiðir söng. Kaffisamsæti eftir messu í boði Fáskrúðsfjarðarfélagsins.

Kl.20.00. Tómasarmessa. Sr. Ragnar Gunnarsson, kristniboði, prédikar og Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu. Þetta er síðasta Tómasarmessa vetrarins

Þórhallur Heimisson, 27/4 2017

Föstudagur 27. apríl

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir

Þórhallur Heimisson, 27/4 2017

Spennandi vor í Breiðholtskirkju.

Sunnudagur 30. apríl

- Vorhátíð kl.11.00. Fjölskylduguðsþjónusta og grillaðar pulsur. Allar kynslóðir velkomnar.

- Tómasarmessa kl.20.00 - Síðasta Tómasarmessa vetrarins

Þriðjudagurnn 2. maí og þriðjudagurinn 8. maí

-  „Allt sem þú vildir vita um Biblíuna, en vissir ekki hvern þú ættir að spyrja um“.

Tveggja kvölda námskeið um Biblíuna. Leiðbeinandi er sr.Þórhallur Heimisson. Þar verður pælt í heimildum Biblíunnar, ritunarsögu, sögu þeirra þjóða sem við mætum í Biblíunni, trúarbrögðum sem hafa haft áhrif á bæði gyðingdóm og kristni (Egyptum, Babylóníu, Mesópótamíu, Zóróaster, Baal, Fönikíumenn, Gnóstíkinni, Apókalýptíkinni og Grikkjum) og textum sem ekki fengu náð fyrir augum þeirra sem söfnuðu saman textum Biblíunnar – og spurt um sannleiksgildi þessarar þekktustu bókar sögunnar. Námskeiðið hefst kl.20.00 í kirkjunni, er ókeypis og öllum opið.

Fimmtudagurinn 4. maí og fimmtudagurinn 11. maí 

 - „Lúter og árið þegar heimurinn hrundi“.

Tveggja kvölda námskeið um  Lúter og samtíma hans.  Fyrra kvöldið er í umsjá dr.dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Kallast erindi hans „Raunsæ lífshamingja“ – Túlkun Marteins Lúthers á Prédikaranum. þar mun Sigurjón leiða okkur gegnum kenningu Lúters í ljósi Predikarans og spegla hann í samtíma okkar.

Síðara kvöldið er í umsjón sr.þórhalls Heimissonar og nefnir hann erindi sitt: „Hrunaárið 1527 og ábyrgð Lúters“. Mun hann skoða viðbrögð Lúters við uppreisn bænda gegn kúgun aðalsins og fjöldamorðin sem fylgdu í kjölfarið, umsátur Þjóðverja um Róm og eyðingu borgarinnar og innrás Tyrkja í Evrópu, en allt gerðist þetta árin 1524- 1527. Námskeiðið hefst kl.20.00, er ókeypis og öllum opið.

Sunnudagurinn 7. maí.

Vorferðalag safnaðarins. Að þessu sinni sækjum við heim Hvalfjörðinn. Brottför frá kirkjunni kl.10.00. Heimkoma kl.16.00. Ferðalangar taki með sér nesti. Áð í Vatnaskógi, í Saurbæ og við Fossá í Kjós. Leiðsögumaður Leifur Þorsteinsson. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 5871500. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 14. maí

Útvarpsmessa kl.11.00

Þórhallur Heimisson, 26/4 2017

Miðvikudagur 26.apríl

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Maður er manns gaman kl. 13:15. Allir hjartanlega velkomnir

Kirkjukrakkastarfið kl. 16:00-17:00. Öll 6-9 ára börn velkomin!

TTT kl. 17:30-18:30. Öll 10-12 ára börn velkomin!

Þórhallur Heimisson, 25/4 2017

Sunnudagur 23. apríl

Kl.11.00: Fjölskylduguðsþjónusta og Drop-In skírn. Við fjölskylduguðsþjónustu dagsins fögnum við sumri með sr.Þórhalli Heimissyni og Erni Magnússyni organista. Sungin verða sumarlög, farið í leiki og vorhátíð kirkjunnar undirbúin, en hún verður haldin um næstu helgi.

Við guðsþjónustuna er sérstakelag tekið á móti skírnarbörnum og ástvinum þeirra og boðið upp á sumarskírn. Sr.Þórhallur Heimisson gefur nánari upplýsingar í síma 8917562.

Þórhallur Heimisson, 21/4 2017

Föstudagur 21. apríl

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir

Þórhallur Heimisson, 21/4 2017

Miðvikudagur 19. apríl

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

VETUR KVADDUR kl.14.oo Hátíð eldri borgara á síðasta degi vetrar. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Kaffihlaðborð í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.

Kirkjukrakkastarfið kl. 16:00-17:00. Öll 6-9 ára börn velkomin!

TTT kl. 17:30-18:30. Öll 10-12 ára börn velkomin! Ath breyttan tíma

Þórhallur Heimisson, 18/4 2017

Páskadagur 16. apríl

Kl. 08.00. Hátíðarmessa.
Prestur sr. Þórhallur Heimisson.
Ræðuefni: Er líf eftir dauðann?
Organisti Örn Magnússon.
Félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja.
Morgunverður í safnaðarheimilnu eftir messuna.  Pálínuboð!

Kl. 14.00. Ensk messa.
Prestur sr. Toshiki Toma.
Organisti er Örn Magnússon.

Þórhallur Heimisson, 12/4 2017

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Þórhallur Heimisson og prestur sr. Gísli Jónasson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12.

Mánudagur

Kl. 21:00 AA fundur

Dagskrá ...