Breiðholtskirkja

 

Sunnudagur 10. desember

Messa og sunnudagaskóli kl.11.00. Prestur sr.Sigurjón Árni Eyjólfsson. Gerðubergskórinn syngur. Stjórnandi Kári Friðriksson og undirleikari Árni Ísleifs. Organisti Örn Magnússon. Súpa í safnaðarheimilinu eftir messuna.

 

Ensk bænastund kl.14.00. Prestur sr.Toshiki Toma

Jólatónleikar kirkjukórsins kl.17.00 – “Jól í Tjaldkirkjunni”. 

Kórinn flytur  fjölbreytta jóla og aðventu – tónlist undir Stjórn Arnar Magnússonar. Kórinn hefur á að skipa fjölda frábærra söngvara og hljóðfæraleikara sem syngja einsöng með kórnum og leika einnig á hin ýmsu hljóðfæri á tónleikunum með kórnum. Á þessum tónleikum verður meðal annars frumflutt ný útsetning eftir stjórnanda kórsins á fornu jólalagi úr handritinu Hymnodia Sacra, sem er íslenskt sálmahandrit frá 18. öld.

Auk Hildigunnar Halldórsdóttur fiðluleikara og Sverris Guðmundssonar óbóleikara sem bæði syngja í kórnum verður Guðný Einarsdóttir organisti Hjallakirkju kórnum til aðstoðar á þessum tónleikum og leikið verður auk þess á franskt  horn og hið þjólega hljóðfæri langspil.

Jólastemning og kertaljós prýða þessa stund sem er endurnærandi fyrir líkama og sál.

Þórhallur Heimisson, 5/12 2017

Föstudagur 8. desember

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Þórhallur Heimisson, 5/12 2017

Miðvikudagur 6. desember

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Starf eldri borgara 13.15. 

Sex til tíu ára starf 16.00-17.00

TTT starf 17.30 -18.30 -

Þórhallur Heimisson, 5/12 2017

Sunnudagur 3. desember – fyrsti sunnudagur í aðventu

Aðventusunnudagur í Breiðholtskirkju.

3. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu, stendur mikið til í Breiðholtskirkju. Við byrjum daginn með fjölskyldumessu kl.11.00 og þar kveikjum við á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Síðan syngur kór 6 – 9 ára barna, „kirkjukrakkarnir“,  aðventu og jólalög, en kórinn sló í gegn um síðustu helgi þegar hann söng opinberlega í fyrsta sinn. Svo verður sungið, leikið og margt, margt fleira.

Kl.14.00 er ensk messa sem er opin fyrir alla undir leiðsögn Toshiki Toma.

Kl.20.00 hefst svo AÐVENTUHÁTÍÐ kirkjunnar. undir heitinu „KIRKJAN ÓMAR ÖLL“. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar og leiðir fjöldasöng. Sungin verða aðventu og jólalög. Frumfluttur verður nýr aðventusálmur sem sr.Þórhallur hefur þýtt úr sænsku. Einsöngur Ásta Sigríður Arnardóttir. Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu með kórnum. Fluttar verða tvær nýjar útsettningar á fornum jólalögum. Fermingarbörn sýna helgileik og sr.Þórhallur flytur stutta hugvekju. Eftir stundina býður Hollvinafélag Breiðholtskirkju upp á heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu.

 

Fjölmennum og fögnum aðventu í Breiðholtskirkju!

Þórhallur Heimisson, 3/12 2017

Föstudagur 1. desember

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Þórhallur Heimisson, 29/11 2017

Mivikudagur 29. nóvember

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Starf eldri borgara 13.15. Ármann Reynisson kemur í heimsókn og les úr nýjustu ljóðabók sinni.

Sex til tíu ára starf 16.00-17.00

TTT starf 17.30 -18.30 -

Þórhallur Heimisson, 29/11 2017

Sunnudagur 26. nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Stundin er í umsjá þeirra sr. Þórhalls, Steinunnar Leifsdóttur, íþróttakennara, Steinunnar Þorbergsdóttur, djáknakandídats, og Arnar Magnússona organista. Sögð verður saga úr Biblíunni og mikið sungið af sunnudagaskólalögum og barnasálmum.  Börnin fá fallegan límmiða á plakatið sitt og í lokin verður hressing í safnaðarheimilinu.

Laufabrauðsbakstur kl 12.

Að fjölskylduguðsþjónustunni lokinni býður Hollvinafélag Breiðholtskirkju öllum þeim sem það vilja, að taka þátt í því að skera og steikja laufabrauð.  Nauðsynlegt er að taka með sér hnífa, bretti og ílát undir laufabrauðin, sem Hollvinafélagið leggur til og selur á 100 kr. hvert brauð.  Boðið verður uppá kaffi, djús og piparkökur og það eru að sjálfsögðu allir velkomnir.

Síðasta Tómasarmessan á þessu hausti kl 20.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson flytur hugvekju út frá þemanu “Réttu mér hönd”.  Guðný Einarsdóttir leiðir tónlistina ásamt Páli K. Magnússyni og ungu fólki úr Kristilegum skólasamtökum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.

Gísli Jónasson, 24/11 2017

Miðvikudagur 22. nóvember

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Starf eldri borgara 13.15. Ármann Reynisson kemur í heimsókn og les úr nýjustu ljóðabók sinni.

Sex til tíu ára starf 16.00-17.00

TTT starf 17.30 -18.30 – Náttfatapartý og draugasaga

Þórhallur Heimisson, 21/11 2017

Sunnudagur 19. nóvember

Messa og sunnudagaskóli kl.11.00. Prestur sr.Þórhallur Heimisson. Ræðuefni: “Kirkjan, öruggt friðarsamfélag”. Organisti Örn Magnússon. Kór kirkjunnar syngur. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina. Sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni en heldur síðan áfram í safnaðarheimilinu, Leiðbeinendur Steinunn og Steinunn. Söngur, sögur, myndir.

Kl.14.00 Ensk messa. Prestur séra Thosiki Toma. Organisti Örn Magnússon

Þórhallur Heimisson, 17/11 2017

Föstudagur 17. nóvember

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Þórhallur Heimisson, 17/11 2017

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

Miðvikudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 12:00 kyrrðarstund
Kl. 13:15 samverur eldri borgara (annan hvern miðvikudag)
Kl. 16:00 kirkjukrakkar
Kl. 17:30 TTT
Kl. 19:30 kóræfing

Dagskrá ...