Breiðholtskirkja

 

Föstudagur 20. október

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Þórhallur Heimisson, 18/10 2017

Miðvikudagur 18. október

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Starf eldri borgara 13.15.

Sex til tíu ára starf 16.00-17.00

TTT starf 17.30 -18.30 

Þórhallur Heimisson, 18/10 2017

Sunnudagur 15. október

Messa kl.11.00 Sr. Þórhallur Heimisson er nú ný kominn heim frá ferð sinni til Ísraels með 39 manna hóp. Er þetta í annað sinn sem hann fer með hóp frá Íslandi í slíka pílagrímsför. Gengið var í fótspor Jesú bæði í Ísrael og Palestínu og sögustaðir Biblíunnar heimsóttir. Af því tilefni mun hann segja frá þeirri upplifun að ganga í fótspor Frelsarans við messuna næstkomandi sunnudag 15. október. Messan hefst kl 11.00. Organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur. Einsöng flytur Ásta Sigríður Arnardóttir. Eftir messuna er kirkjukaffi í safnaðarheimilinu

Þórhallur Heimisson, 13/10 2017

Sunnudagur 1. október – Hallgrímsdagur í Breiðholtskirkju

Messa með fornu ívafi klukkan 11:00. Prestar eru sr. Gísli Jónasson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Kór Breiðholtskirkju syngur og stjórnandi er Örn Magnússon. Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum og inn í það fléttaðir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og Sigurbjörn Einarsson. Forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Þetta er fjórðja árið í röð sem þessi háttur er hafður á við messugjörð í Breiðholtskirkju en messan var fyrst sungin fyrir þremur árum árum í tilefni fæðingarafmælis Hallgríms Péturssonar. Að þessu sinni mun rúmlega þrjátíu manna hópur frá Finnlandi taka þátt í messunni og að messu lokinni verður boðið upp á léttan málsverð í safnaðarheimilinu.

Kl. 13:00 verður síðan dagskrá í kirkjunni þar sem sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, og prófessor Jouko Martikainen, sem vinnur að finnskri þýðingu Passíusálmanna, munu fjalla um Hallgrím Pétursson. Einnig mun Ágúst Ólafsson syngja nokkra af sálmum Hallgríms við undirleik Arnar Magnússonar.

Gísli Jónasson, 28/9 2017

Föstudagur 29. september

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

ÖLDRUN OG EFRI ÁRIN Námskeið fyrir starfsfólk safnaðanna sem starfar meðal eldra fólks.milli kl. 9:30 og 14:00 á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma og kærleiksþjónustu biskupsstofu.

Fyrirlesarar: Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, dósent í félagsráðgjöf, Háskóla Íslands og Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Gísli Jónasson, 28/9 2017

Fimmtudagur 28. september

Námskeið kl. 20 á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar með yfirskriftinni Aumasti hégómi, segir predikarinn,aumasti hégómi, allt er hégómi. (Pred 1.2) Námskeiðið er hluti af Biblíulestrarröð sem er á dagskránni tíu fimmtudaga þetta haustið. Fjallað verður um hið þekkta rit, predikaran og í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017 verður Guðfræði Marteins Lúthers og útlegging hans á predikaranum í brennidepli. Ásamt áherslum Lúthers verður fjallað um nýjustu rannsóknir og áherslur í ritskýringu ritsins. Kennari á námskeiðinu er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Námskeiðið hófst 21. september kl. 20 í Breiðholtskirkju og er á fimmtudagskvöldum til 30. nóvember. Allir eru velkomnir.

Gísli Jónasson, 28/9 2017

Miðvikudagur 27. september

Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður að stundinni lokinni.  Fyrirbænarefnum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.

Starf eldri borgara 13.15. Í dag verður kaffihúsaferðin sem allir eru að bíða eftir!

Sex til níu ára starf kl. 16.00-17.00

TTT, starf fyrir tíu ára börn 17.30 -18.30. Í dag ætlum við m.a. að grilla pylsur!

Gísli Jónasson, 26/9 2017

Sunnudagurinn 24. september – Fjölskylduhátíð og Tómasarmessa

Hausthátíð fjölskyldunnar kl.11.00. Hátíðin byrjar með sunnudagaskólafjöri í kirkjunni. Sr.Þórhallur fer með söfnuðinn í indjánaleik. Leikur, andlitsmálun, blöðrur og grillaðar pylsur  ú safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.

On sunday, 24. september, in Breiððholtskirkja we are inviting all families in Breiðholt to our anual autumn festival. We beginn the festival att 11.00 in the church with our family-fun-sunday-school. Then we countinue with games, face-painting, music and barbecued hot-dogs. All families are welcome!

Tómasarmessa kl.20.00    Stór hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar Tómasarmessu og margir sem taka þátt í sjálfri messunni.  Tónlistin er fjölbreytt og á léttum nótum, fyrirbænin á stóran sess í messunni svo að allir þeir sem koma geti fengið að reyna þá blessun sem bæn til Drottins ber með sér.  Tómasarmessan er tækifæri sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Þórhallur Heimisson, 21/9 2017

Föstudagur 22. september

Foreldramorgnar byrja á ný eftir sumarfrí, alla föstudaga milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir

Þórhallur Heimisson, 21/9 2017

Fimmtudagur 21. september

Aumasti hégómi, segir predikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi (pred. 1.2) – Námskeið

Námskeið verður haldið á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar með yfirskriftinni Aumasti hégómi, segir predikarinn,aumasti hégómi, allt er hégómi. (Pred 1.2) Námskeiðið er hluti af Biblíulestrarröð sem er á dagskránni þetta haustið.

Fjallað verður um þetta þekkta rit, predikaran og í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017 verður Guðfræði Marteins Lúthers og útlegging hans á predikaranum í brennidepli. Ásamt áherslum Lúthers verður fjallað um nýjustu rannsóknir og áherslur í ritskýringu ritsins.

Kennari á námskeiðinu er einn afkastamesti fræðimaður íslenskrar guðfræði  og helsti Lúthersfræðingur Íslands dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.  Sigurjón Árni var gestakennari við Guðfræðideildina í Kiel þarsíðasta sumarmisseri og er því hér gott tækifæri til að kynnast því sem hæst ber í guðfræði umræðunni í dag.

Námskeiðið hefst 21. september kl. 20 í Breiðholtskirkju og er á fimmtudagskvöldum til 30. nóvember.

Skráning er á netfangið skraning(hjá)kirkjan.is eða á skriftstofu Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í síma: 567-4810

Þórhallur Heimisson, 21/9 2017

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Þórhallur Heimisson og prestur sr. Gísli Jónasson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12.

Föstudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 10-12 foreldramorgunn

Dagskrá ...